fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Fyrrverandi borgarstjóri tjáir sig um meirihlutaviðræður í vísuformi

Rafn Ágúst Ragnarsson
Þriðjudaginn 24. maí 2022 13:16

Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru formlegar meirihlutaviðræður hafnar í borginni og lítið virðist vera í vegi myndunar meirihluta Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar. Blaðamannafundur var haldinn fyrr í dag í Grósku í Vatnsmýri þar sem tilkynnt var að þau hefðu ákveðið að efna til viðræðna.

„Ég er mjög ánægður og bjartsýnn og hlakka til þess að verja næstu dögum með þessu ágæta fólki að tala um borgina okkar,“ sagði Dagur B. Eggertsson fráfarandi borgarstjóri meðal annars á fundinum.

Ekki eru þó allir jafnbjartsýnir. Ólafur F. Magnússon fyrrverandi borgarstjóri greindi frá efasemdum sínum um framtíð samstarfsins í tveggja erinda ferskeyttri vísu sem hann deildi á Fésbókarsíðuna sína fyrr í dag.

Framsókn undir vinstri sæng

Hallar sér á vinstri væng,
vænust Framsókn núna.
Með Samfylkingu undir sæng,
sárt er að missa trúna,

að Sundabrautin rísi senn
og samgöngurnar batni,
að líf við okkur leiki enn
og loforðin haldi vatni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt