fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Framsókn mun gera kröfu um borgarstjórastólinn

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. maí 2022 09:00

Framsóknarmenn munu að sögn krefjast þess að fá borgarstjóraembættið ef þeir ganga til meirihlutaviðræðna við bandalag þriggja flokka.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framsóknarfólk í borginni fundaði í gærkvöldi um stöðuna í borgarmálum og framhald viðræðna um meirihlutamyndun. Einar Þorsteinsson, oddviti flokksins í borginni, og aðrir nýkjörnir borgarfulltrúar flokksins stóðu fyrir fundinum og boðuðu grasrót hans til hans.

Morgunblaðið skýrir frá þessu og segir að góð mæting hafi verið á fundinn. Haft er eftir Einari að hreinskiptnar umræður hafi farið fram um framhald viðræðna um meirihlutamyndun og aðkomu Framsóknarflokksins að þeim.

Eins og fram hefur komið í fréttum þá tilkynnti Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, að Viðreisn muni vera í bandalagi með Samfylkingunni og Pírötum um myndun meirihluta í borgarstjórn. Það þýðir að eins og staðan er núna er ekki hægt að mynda meirihluta til hægri með aðkomu Framsóknar.

Morgunblaðið segist hafa heimildir fyrir að samhljómur hafi verið innan grasrótar Framsóknar í gærkvöldi um að ef gengið verður til meirihlutaviðræðna við bandalag Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar verði gerði skýlaus krafa um að Einar fái borgarstjórastólinn allt næsta kjörtímabil.

Einar og hinir borgarfulltrúar flokksins funda í dag og taka ákvörðun um hvort þau vilji hefja formlegar viðræður við flokkana þrjá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt