fbpx
Laugardagur 02.júlí 2022
Eyjan

Sjálfstæðisflokkurinn virðist útilokaður frá meirihlutasamstarfi

Eyjan
Sunnudaginn 22. maí 2022 15:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir í færslu á Facebook að hún vilji halda samstarfi við Pírata og Samfylkinguna og bjóða Framsóknarflokknum til formlegra viðræðna um myndun meirihluta. Ekki eigi  að líta til annarra kosta. Áður hafa Sósíalistar og Píratar útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokk og því virðist hann í augnablikinu vera útilokaður frá meirihlutasamstarfi.

Þetta er að minnsta kosti skoðun oddvita Framsóknarflokksins, Einars Þorsteinssonar, en hann ræddi málið við vef Fréttablaðsins í dag.

„Sjálfstæðisflokknum hefur greinilega ekki tekist að fá Viðreisn og Flokk fólksins til viðræða eins og hann vildi. VG ætlar ekki að taka þátt og þá sýnist mér þetta vera eini mögulegi meirihlutinn. Ég ætla aðeins að melta þetta og ræða við mitt bakland um næstu skref,“ segir Einar.

Einar vildi ekki tjá sig um það við Fréttablaðið hvort honum litist vel á mögulegt samstarf við Viðreisn, Samfylkingu og Pírata.  „Við höfum sagt frá byrjun að við erum tilbúin að vinna bæði til hægri og til vinstri og við teljum okkur fært að knýja fram breytingar fyrir borgarbúa á hvort veginn sem er. Hins vegar er valkostunum greinilega að fækka og það virðist ekki hægt að mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokki núna þegar VG og Viðreisn eru búin að lýsa því yfir að þau ætli ekki að láta á það reyna. Þá ætla ég að fara með þessa stöðu og ræða við mitt bakland. Ég býst við að boða til fundar hjá okkur í Framsókn á morgun til að ræða stöðuna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Afhroð kosningabandalags Macron í frönsku þingkosningunum

Afhroð kosningabandalags Macron í frönsku þingkosningunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ivanka segir að mikill æsingur hafi verið í samtalinu

Ivanka segir að mikill æsingur hafi verið í samtalinu
Eyjan
Fyrir 2 vikum

AOC neitar að lýsa yfir stuðningi við Biden sem forsetaframbjóðanda 2024

AOC neitar að lýsa yfir stuðningi við Biden sem forsetaframbjóðanda 2024
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Að lesa í úrslit kosninga

Björn Jón skrifar: Að lesa í úrslit kosninga