fbpx
Laugardagur 02.júlí 2022
Eyjan

Farið að lengja eftir ákvörðun Framsóknarmanna um meirihlutaviðræður í borginni

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 20. maí 2022 07:54

Framsóknarmenn munu að sögn krefjast þess að fá borgarstjóraembættið ef þeir ganga til meirihlutaviðræðna við bandalag þriggja flokka.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn eru eiginlega meirihlutaviðræður ekki hafnar í Reykjavík. Þreifingar hafa þó átt sér stað og oddvitar flestra flokka hafa rætt saman. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, svarar þó að sögn ekki hringingum frá Hildi Björnsdóttur oddvita Sjálfstæðismanna.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og segir að óþolinmæði sé farið að gæta og beðið sé eftir að Framsóknarflokkurinn taki frumkvæði en hann var ótvíræður sigurvegari kosninganna.

Blaðið segir að bæði Dagur og Hildur hafi rætt töluvert við Einar Þorsteinsson, oddvita Framsóknarflokksins, en hann hafi ekki látið neitt uppi um hvort hann vilji horfa til hægri eða vinstri. Hefur blaðið eftir einum viðmælanda að sýnt hafi verið á mörg spil í vangaveltum um nýja borgarstjórn en síðan segi enginn neitt.

Blaðið segir að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn bíði eftir að Framsóknarflokkurinn geri upp hug sinn en úr þeim herbúðum berist að Einari liggi ekkert á. Ekki eru allir sammála því og telja að hann geti ekki beðið mikið lengur, nú þurfi að fara að reyna að mynda meirihluta af alvöru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Afhroð kosningabandalags Macron í frönsku þingkosningunum

Afhroð kosningabandalags Macron í frönsku þingkosningunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ivanka segir að mikill æsingur hafi verið í samtalinu

Ivanka segir að mikill æsingur hafi verið í samtalinu
Eyjan
Fyrir 2 vikum

AOC neitar að lýsa yfir stuðningi við Biden sem forsetaframbjóðanda 2024

AOC neitar að lýsa yfir stuðningi við Biden sem forsetaframbjóðanda 2024
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Að lesa í úrslit kosninga

Björn Jón skrifar: Að lesa í úrslit kosninga