fbpx
Miðvikudagur 25.maí 2022
Eyjan

Kópavogsbær neitar að styrkja íbúa til uppsetningar á rafhleðslukerfum fyrir bíla

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 2. maí 2022 17:30

Mynd: Kopavogur.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Húsfélagið í Álfkonuhvarfi 63-67 í Kópavogi sótti um styrk til Kópavogsbæjar til uppsetningar á rafkerfi fyrir hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla. Erindið var sent bæjarritara þann 2. desember 2021 en þremur mánuðum síðar var ákveðið að hafna umsókninni án þess að leggja hana fyrir bæjarráð.

Í erindi íbúanna til Kópavogsbæjar segir meðal annarS:

Íslenska ríkið hefur skuldbundið sig til að standast skilyrði Parísarsáttmálans um viðbrögð við hamfarahlýnun á jörðinni. Ríkisstjórnin hefur fylgt þessu eftir með aðgerðaráætlun er snýr að
minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda sem og aukningu á bindingu á Íslandi. Þessi áhersla sem og alþjóðavitund hefur leitt einstaklinga áfram í að breyta sínum neysluvenjum til að
bæta ástandið. Skýrsla vísindanefndar um loftslagsbreytingar tekur skýrt fram að orkuskipti í samgöngum sé lykilatriði í minnkun á losun og einnig ódýrasti kosturinn fyrir íslendinga.
Þjóðin hefur nú á ógnarhraða tekið við sér og rafbílar eða raftvinntengibílar seljast nú sem aldrei fyrr. Hleðslustöðvar fyrir þessa bíla eru nú aðgengilegar víða í þéttbýli og margir einstaklingar hafa sett upp aðstöðu til hleðslu heima hjá sér. Breytingar á byggingareglugerð 112/2012 leiddi inn þá reglu að nýbyggingar geri ráð fyrir slíkri aðstöðu við byggingu fjölbýlishúsa (sjá 6.2.4, 6.7.1. gr. og 6.8.1. gr. ). Lög um fjöleignahús hafa líka breyst í þá veru að óski einn íbúi í fjölbýlishúsi eftir því að sett verði upp aðstaða til hleðslu rafmagnsbíla ber öllum íbúum hússins að taka þátt í kostnaði við slíka uppbyggingu(sjá 33. gr. í lögum um fjöleignahús 1994 nr. 26 6. Apríl).

Uppsetning á rafhleðslukerfi fyrir hleðslustöðvar rafbíla á þessum stað kostar vel á þriðju milljón króna. Í erindi sínu minna íbúarnir á að Reykjavíkurborg býður upp á styrk allt að 1,5 milljónir króna til uppbyggingar á rafhleðslukerfum í fjöleignarhúsum.

Bjarki Þór Kjartansson, einn íbúanna sem rekið yfir erindið fyrir Kópavogsbæ, er ósáttur við viðbrögð bæjarins. „Í fyrsta lagi er mjög langur ferill á málsmeðferð hjá bænum,“ segir Bjarki en þrjá mánuði tók að fá svar. Þá er Bjarki óánægður með að það sé ákvörðun embættismanna bæjarins hvað fari fyrir bæjarráð og hvað ekki. „Þarna er líka ósamræmi í stefnumótun og framkvæmd aðgerða í loftslagsmálum og sjálfbærni,“ segir hann.

Í svari bæjarlögmanns til húsfélagsins segir að verkefnið falli utan lögbundins hlutverks sveitarfélagsins og ekki sé gert ráð fyrir fjármunum til slíkra styrkja í fjárhagsáætlun sveitarfélagisns vegna ársins 2022. „Kópavogsbær hefur ekki sett sér reglur um styrki vegna hleðslustöðva fyrir rafbíla við fjöleignarhús. Þá hafa engir slíkir styrkir verið veittir hvorki til húsfélaga eða einkaaðila. Í ljósi framangreinds er ekki unnt að verða við erindi húsfélagsins.“

DV sendi fyrirspurn til Pálma Mássonar bæjarritara og óskaði eftir nánari upplýsingum um afstöðu bæjarins til verkefna af þessu tagi og skýringa á því hvers vegna erindið hefði ekki verið lagt fyrir bæjarráð. Ekki hefur borist svar við fyrirspurninni.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Misvægi atkvæða er misvægi mannréttinda

Misvægi atkvæða er misvægi mannréttinda
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn virðist útilokaður frá meirihlutasamstarfi

Sjálfstæðisflokkurinn virðist útilokaður frá meirihlutasamstarfi