fbpx
Fimmtudagur 26.maí 2022
Eyjan

Vilhjálmur fékk tölvupóst frá einstæðri móður – „31.000 kr. hækkun á einu ári“

Eyjan
Föstudaginn 13. maí 2022 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir stöðu leigjenda á Íslandi skelfilega. Hann fékk nýlega sendan tölvupóst frá einstæðri móður sem er að leigja hjá þekktu leigufélagi sem tilkynnti henni að mánaðarlegar greiðslur hennar væru að fara að hækka um 26 þúsund krónur á einu bretti, en hækkaði svo í reynd leiguna um 5 þúsund krónur meira en það. 

Vilhjálmur vekur máls á þessu á Facebook.

„Staða leigjenda hefur eðlilega verið mikið í umræðunni að undanförnu, enda staða þeirra vægt til orða tekið skelfileg. En yfir 10% þeirra sem eru á leigumarkaði eru að greiða 70% eða meira af ráðstöfunartekjum sínum í húsaleigu! Rétt er að geta þess að 90% sem eru á leigumarkaði vilja komast af leigumarkaðnum og er það fyrst og fremst vegna þess hvernig leigumarkaður er orðin stjórnlaus hér á landi. Enda hefur græðgin heltekið fjárfesta, sem virðast vera að nýta sér erfiða stöðu þessa hóps.“

Vilhjálmur greinir svo frá tölvupóst sem hann fékk nýlega sendan frá einstæðri móður sem greindi frá hækkunum á mánaðarlegum greiðslum hennar, en hún leigir hjá leigufélaginu Alma.

„Ég fékk tölvupóst frá einstæðri móður sem er að leigja hjá Alma leigufélagi og hún fékk tilkynningu um að húsaleiga hennar hækkaði úr 199.000 kr. í 225.000 kr. en þegar nýr reikningur kom hljóðaði hann upp á 230.000 kr. eða sem nemur 31.000 kr. hækkun á einu ári.“

Skýringin sem einstæða móðirin fékk var að hækkunin væri vísitölutengt svo vegna hækkunar á vísitölu frá því að tilkynningin barst henni og þar til fyrsti greiðsluseðill með hækkuninni barst hafi raunveruleg hækkun verið meiri en greint var frá í tilkynningu.

„En þetta er 15,57% sem er langt yfir hækkun á 12 mánaða vísitölunni,“ segir Vilhjálmur sem bendir á að umrædd kona þurfi nú að hækka um tæpar 50 þúsund krónur á mánuði í launum til að standa undir hækkuninni.

„Það hljóta allir að sjá að þetta gengur alls ekki upp.“

Vilhjálmur skorar því á Ölmu leigufélag að endurskoða þessar hækkanir, enda séu þær til skammar. Ljóst sé að ekki verði hægt að ganga frá kjarasamningum í haust nema staða leigjenda verði tryggð með afgerandi hætti.

„Ég skora á Alma leigufélag að sýna samfélagslega skyldu og endurskoða þessar hækkanir sem dynja á þeirra „viðskiptavinum“ enda eru þessar hækkanir til skammar!

Það er ljóst í mínum huga að ekki verði hægt að ganga frá kjarasamningum í haust nema staða leigjenda verði tryggð með afgerandi hætti enda er ekki hægt að leyfa græðgisöflum í íslensku samfélagi að níðast á slæmri stöðu fólks sem eru oft nauðbeygt að vera á leigumarkaði.

Hægt er að tryggja stöðu leigjanda t.d. með því að setja á leigubremsu eða leiguþak!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi borgarstjóri tjáir sig um meirihlutaviðræður í vísuformi

Fyrrverandi borgarstjóri tjáir sig um meirihlutaviðræður í vísuformi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Formlegar viðræður hafnar í borginni – Segja að áherslan verði á málefnin, ekki borgarstjórastólinn

Formlegar viðræður hafnar í borginni – Segja að áherslan verði á málefnin, ekki borgarstjórastólinn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hildur Björns rýfur þögnina – Gefur lítið fyrir klækjastjórnmál „þrjóskubandalagsins“ og segir Framsóknarflokkinn eiga aðra kosti

Hildur Björns rýfur þögnina – Gefur lítið fyrir klækjastjórnmál „þrjóskubandalagsins“ og segir Framsóknarflokkinn eiga aðra kosti
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: „Bæði siðferðilegt og efnahagslegt glapræði“

Jóhann Páll: „Bæði siðferðilegt og efnahagslegt glapræði“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Farið að lengja eftir ákvörðun Framsóknarmanna um meirihlutaviðræður í borginni

Farið að lengja eftir ákvörðun Framsóknarmanna um meirihlutaviðræður í borginni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni – Vinnustaðasálfræðingi tókst ekki að laga óeiningu innan Samfylkingarinnar

Orðið á götunni – Vinnustaðasálfræðingi tókst ekki að laga óeiningu innan Samfylkingarinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn sagðir vera að meta bestu stöðuna í Reykjavík – Einar hefur rætt við nokkra oddvita

Framsóknarmenn sagðir vera að meta bestu stöðuna í Reykjavík – Einar hefur rætt við nokkra oddvita
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tíma kominn á félagshyggjustjórn í borginni – „Hægri flokkarnir töpuðu í kosningunum“

Segja tíma kominn á félagshyggjustjórn í borginni – „Hægri flokkarnir töpuðu í kosningunum“