fbpx
Föstudagur 02.desember 2022
EyjanFastir pennar

Endurreisn Sovétríkjanna á íslenska húsnæðismarkaðnum

Eyjan
Fimmtudaginn 12. maí 2022 13:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Loftsson, oddviti Ábyrgrar framtíðar, skrifar:

Tengdafaðir minn ól meirihluta ævi sinnar í gömlu Sovétríkjunum.  Stundum höfum við sest niður og rætt hina gömlu tíma og sögurnar sem hann hefur að segja eru stundum ótrúlegri en orð fá lýst.

Í Sovétríkjunum var kapítalisminn bannaður, sem þýddi að rúblurnar dugðu skammt og fyrir vikið varð til biðlistasamfélag.  Biðlisti eftir að fá að hringja símtal, biðlisti eftir að fá að ferðast, biðlisti eftir að fá bíl og biðlisti eftir að fá íbúð. Eina leiðinn til að hlutirnir gætu gengið var einfaldlega að kaupa sig fram fyrir í biðlistann með greiðum eða gjöfum og tóku heimamenn upp alls konar hlutaviðskipti til að hlutirnir gætu rúllað. Þannig átti hann geymslu heima hjá sér sem var full af kavíar sem notaður var sem gjaldmiðill.

Fyrirkomulag bifvélaviðgerða er dæmi um það ótrúlega ástand sem þarna ríkti.  Bifvélaviðgerðir eru í eðli sínu einstaklingsframtak, en það var bannað.  Fyrir vikið var sú þjónusta að megninu á svarta markaðnum þar sem greitt var fyrir þjónustuna með kavíar eða annarri bíttimynt.  En bifvélavirkja vantar oft varahluti, sem eðlilega var ekki hægt að kaupa í opinbera kerfinu (af bifvélavirkjum á svarta markaðnum) og fyrir vikið þróaðist annars konar þjónusta þar sem starfsmenn Löduverksmiðjanna “týndu” reglulega varahlutum úr verksmiðjunni.

Ástandið var svo sérstakt að svarta hagkerfið í Sovétríkjunum varð stærra en opinbera hagkerfið og án þess hefðu Sovétríkin líklega aldrei þraukað svo lengi.

En snúum okkur að sovéska húsnæðiskerfinu.  Í tíma Krushchevs var farið í húsnæðisátak til að tryggja öllum húsnæði.  Fundin var ein ódýr hönnun og hún fjöldaframleidd út um allt. En eins og stundum vill verða í slíku miðstýrðu alræðiskerfi voru þarfir íbúa látnar mæta afgangi til að byggja sem hraðast.  Þessi húsnæði voru hönnunarmistök.  Illa einangruð með ofurlítið baðherbergi og sturtu sem var í gluggalausu rými í miðju húsnæðinu. Allt voru þetta þröngbýli þar sem margar fjölskyldur sameinuðust oft um baðherbergi og eldhús og hefðbundið fjölskylduhúsnæði var bara með eitt svefnherbergi og svefnsófa í stofunni.  Þetta var húsnæði fyrir þau heppnu en þau óheppnu voru enn á biðlistanum.

Á undanförnum árum hefur sambærilegt þröngbýli farið vaxandi á íslenska húsnæðismarkaðnum, sérstaklega í fátækasta tekjuhópnum.  2018 bjuggu 30% í tekjulæsta fimmtunginum í slíku þröngbýli sem var tvöföldun á tveimur árum.

Mynd 1.   Þröngbýli er skilgreint út frá fjölda íbúa í íbúð miðað við fjölda herbergja í íbúðinni. Heimild: Hagstofa Íslands.

Þessi mikla aukningu má rekja til nær tvöföldunar raun-íbúðaverðs frá aldamótum.  Húsnæði í Reykjavík er orðið það dýrt að það er orðið óaðgengilegt fyrir stóran hóp fólks. Fyrir vikið hefur húsnæðismarkaðurinn stigið skref í átt að kerfi alræðisríkis öreiganna, þar sem enginn átti neitt og allir lifðu í þeim úrræðum sem að þeim var rétt.  Það eru fáar leiðir út í dag.  Þeir sem kaupa sér húsnæði, þurfa tvöfalt hærra lán en foreldrar þeirra fyrir sama gerð húsnæðis.  Þeir sem leigja þurfa að borga svo háa leigu að nær ómögulegt getur verið að safna í fyrstu afborgun á eigin húsi. Hinir sem ekki hafa efni á svo hárri leigu fara á biðlistana eftir óhagnaðardrifnu húsnæði.  En slík úrræði eru engin lausn, því þau búa til óeðlilega hvata, því fólk getur tapað búseturétti við að ljúka námi eða auka tekjur sínar.  Samhliða eignaleysinu  eykst bjargarleysið og samhliða bjargarleysinu eykst vald stjórnmálamanna til að stýra lífi borgaranna, hvort sem það vald sé nýtt til að þvinga fólk í bíllausan lífsstíl eða bara þvinga það í að búa það þröngt að fjölskyldulífinu er slegið á frest.

Með hverju ári sem Reykjavíkurborg heldur áfram þessari eignalausa vegferð að byggja bara á dýrustu svæðum og óhagnardrifið fyrir aðra, þeim mun nær færumst við sovéska biðlistakerfinu.  Með hverju ári eykst það vald sem þeir hafa yfir okkar lífi og bjargarleysi okkar vex.

Til að stöðva þessa þróun þarf nýja hugsun.  Borgin verður að hætta að fjármagna gæluverkefni með húsnæðisverði og vegsköttum.  Verkefni sem borga sig ekki sjálf eiga engan rétt á sér.  Því verður að stöðva Borgarlínuverkefnið og öll rándýru samgönguverkefnin áður en það er um seinan og skuldirnar ofvaxnar.  Leyfa verður aftur ódýra uppbyggingu sem víðast og bæta samgöngur hratt til að ódýru svæðin séu sem stærst og auðfærust.  Ábyrg framtíð (xY) er eina framboðið í borginni sem ætlar sér að stöðva eignaleysisstefnuna strax og er með leiðir eins og Viðeyjarleið, sem munu tryggja að nóg framboð verði á ódýru húsnæði um langa framtíð og tengja úthverfi við miðbæinn betur en nokkru sinni fyrr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
11.09.2022

Björn Jón skrifar: Skammt stórra högga á milli

Björn Jón skrifar: Skammt stórra högga á milli
EyjanFastir pennar
04.09.2022

Björn Jón skrifar: Fjórum ráðherrum ofaukið

Björn Jón skrifar: Fjórum ráðherrum ofaukið
EyjanFastir pennar
28.08.2022

Björn Jón skrifar: Tilræðið við Rushdie og óttinn við að tjá sig

Björn Jón skrifar: Tilræðið við Rushdie og óttinn við að tjá sig
EyjanFastir pennar
27.08.2022
Hjálpum Ara!
EyjanFastir pennar
14.08.2022

Björn Jón skrifar: Frá Maraþonsvöllum til Taívan

Björn Jón skrifar: Frá Maraþonsvöllum til Taívan
EyjanFastir pennar
08.08.2022

Óbærileg spenna á Ólympíumótinu

Óbærileg spenna á Ólympíumótinu
EyjanFastir pennar
18.07.2022

Björn Jón skrifar: Fjörmeiri rökræðu, takk!

Björn Jón skrifar: Fjörmeiri rökræðu, takk!
Fastir pennarFókus
14.07.2022

Poppsálin: Er BDSM kynhneigð?

Poppsálin: Er BDSM kynhneigð?
Fastir pennarFókus
23.06.2022

Var Charles Manson útsjónarsamur költ leiðtogi eða bara örlítið sjarmerandi óþokki?

Var Charles Manson útsjónarsamur költ leiðtogi eða bara örlítið sjarmerandi óþokki?
Fastir pennarFókus
20.06.2022

Poppsálin: Gerir ástarsorgin okkur klikkuð?

Poppsálin: Gerir ástarsorgin okkur klikkuð?