Per Sandberg, fyrrum sjávarútvegsráðherra Noregs sagði af sér vegna ferðar til Írans sem hann fór í með ír­ansk-ættaðri unn­ustu sinni Bahareh Let­nes. Sandberg hafði ekki látið vita af ferðinni fyrir fram og notaði vinnusíma í ferðinni, það braut í bága við öryggisreglur um notkun snjallsíma ráðherra á ferðalögum.

Per Sandberg ásamt Bahareh Letnes – Mynd/EPA

Þá sagði Dara Calleary, fyrrum landbúnaðarráðherra Írlands, af sér eftir að það komst upp að hann hafði brotið sóttvarnarreglur með því að sitja 80 manna kvöldverð. Aðeins sex máttu koma saman innandyra þegar kvöldverðurinn fór fram.

Afsögn Calleary er sérstakleg áhugaverð ef hún er sett í samhengi við uppákomuna þegar Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra mætti í gleðskap í Ásmundarsal sem stóðst ekki sóttvarnarreglur. Lögreglan mætti á svæðið og leysti upp gleðskapinn og greindi frá því að „háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands“ hafi verið á meðal gesta.