fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Fyrrum sveitarstjóri Súðavíkurhrepps vill leiða Miðflokkinn í Reykjavík

Eyjan
Föstudaginn 11. mars 2022 13:37

Ómar Már Jónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ómar Jónsson, fyrrum sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, hefur ákveðið að bjóða sig fram til að leiða framboðslista Miðflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Eins og greint var frá í gær ákvað Vigdís Hauksdóttir, sem verið hefur oddviti flokksins í Reykjavík á kjörtímabilinu, að sækjast ekki eftir endurkjöri.

Fréttatilkynning Ómars í heild sinni

Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til borgarstjórnar Reykjavíkur og stefni á fyrsta sæti á lista Miðflokksins. Málefni sveitarstjórna eru mér ekki ókunn eftir að hafa starfað sem sveitarstjóri Súðavíkurhrepps um árabil. Þá var ég í 4. sæti á lista framboðs Miðflokksins í síðustu alþingiskosningum hér í Reykjavík. Stjórnmál eru því stór hluti af lífi mínu þó ég hafi seinni ár helgað mig fyrirtækjarekstri mínum.

Það hefur verið nokkur aðdragandi að þessari ákvörðun minni eða allt síðan Vigdís Hauksdóttir, hin skeleggi borgarstjórnarfulltrúi flokksins, ákvað að draga sig í hlé. Óhætt er að segja að fáir eða engir hafi haldið úti jafn kröftugri stjórnarandstöðu og Vigdís og við Miðflokksmenn þökkum henni störfin. En nú er komið að öðrum að halda uppi merki flokksins og stefnu.

Eftir nokkra umhugsun ákvað ég að það væri ekki hægt að sitja hjá enda brenn ég fyrir málefnum borgarinnar þar sem ég nú bý ásamt fjölskyldu minni og rek fyrirtækið mitt. Það er svo margt sem má bæta hér í borginni okkar og því gat ég ekki hugsað mér að sleppa tækifærinu þegar kallið kom. Eftir samráð við fjölskyldu mína hef ég ákveðið að hella mér út í það verkefni að leiða lista Miðflokksins í Reykjavík.

Fyrir þau ykkar sem ekki þekkið mig þá er ég borinn og barnfæddur Vestfirðingur. Bjó í Súðavík þar til ég flutti til Reykjavíkur árið 1986 til að fara í Stýrimannaskólann og þaðan lá leiðin í Tækniskóla Íslands. Eftir útskrift, bjó ég og starfaði í Reykjavík þar til ég flutti til Súðavíkur árið 2002, til að taka við starfi sveitarstjóra Súðavíkurhrepps.

Ég starfaði sem sveitarstjóri Súðavíkurhrepps frá október 2002 og sat jafnframt í sveitarstjórn frá árinu 2006 fyrir hönd L-listans. Við náðum gríðarlegum árangri við uppbyggingu Súðavíkurhrepps eftir það mikla högg sem samfélagið varð fyrir í kjölfar hörmulegra snjóflóða. Segja má að þessu uppbyggingastarfi með áherslu á atvinnumál og ferðaþjónustu hafi verið lokið árið 2014 og þá ákvað ég að hætta afskiptum af sveitarstjórnarmálum þar og flytja til Reykjavíkur þar sem ég hóf fyrirtækjarekstur. Þessi tólf ár í sveitastjórnarmálum voru krefjandi og skemmtileg. Ég naut þess að kynnast og starfa með frábæru fólki og eignast góða félaga. Um leið fékk ég mikla innsýn í sveitastjórnarmál á landssvísu og kynntist mörgu góðu fólki þar.

Það er mikil áskorun að koma inn í borgarstjórn Reykjavíkur á þessum tímamótum. Augljóslega þarf að gera gagngerar breytingar á rekstri borgarinnar og ná tökum á fjármálum hennar. Um leið þarf að styrkja þjónustu við íbúa hennar og ráðast í öll þau brýnu verkefni sem hafa setið á hakanum. Ég mun nú næstu vikur kynna fyrir ykkur hvar mínar málefnalegu áherslur liggja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus