fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

„Mamma, þeir sögðu að okkur yrði vel tekið“ – Skömmu síðar var ungi rússneski hermaðurinn dáinn

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 1. mars 2022 06:18

Úkraínskir hermenn standa hjá særðum rússneskum hermanni í Kyiv. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær ávarpaði Sergiy Kyslytsya, sendiherra Úkraínu hjá SÞ, allsherjarþingið. Hann las þá upp það sem hann sagði vera síðustu skilaboðin sem rússneskur hermaður sendi móður sinni. Hann hafi fallið í átökum skömmu síðar.

Kyslytsya veifaði pappír í ræðupúltinu og sagði að á honum væri skjáskot af síðustu textasendingunum á milli mæðginanna. Það var að sögn tekið af snjallsíma hins fallna hermanns.

Hann las þau upp en þau voru svohljóðandi að sögn Sky News:

„Mamma, ég er ekki lengur á Krím. Ég er ekki við æfingar.“

„Hvar ertu þá? Pabbi þinn spyr hvort ég geti sent þér pakka.“

„Hvernig pakka getur þú sent mér mamma?“

„Hvað ertu að tala um, hvað gerðist?“

„Mamma, ég er í Úkraínu. Það er stríð hér. Ég er hræddur. Við vörpum sprengjum á allar borgirnar, meira að segja á óbreytta borgara. Okkur var sagt að okkur yrði vel tekið. Þeir detta undir brynvörðu ökutækin okkar, kasta sér undir þau og leyfa okkur ekki að komast leiðar okkar. Þeir kalla okkur fasista. Mamma, þetta er svo erfitt.“

Kyslytsya bætti síðan við: „Á örskotsstund var hann drepinn.“

Hann sagði að ef fundarmenn vildu gera sér í hugarlund umfang þess hryllings sem nú á sér stað í Úkraínu þá gætu þeir ímyndað sér að nöfnum 30 rússneskra hermanna yrði bætt við nafn sérhvers aðildarríkis SÞ. Að auki hafi mörg hundruð Úkraínumenn fallið, þar af tugir barna. Svona haldi þetta áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt