fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Forsetinn sem heimsbyggðin dáist að – Vissir þú þetta um hann?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 1. mars 2022 06:22

Volodymyr Zelenskyy. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, sé hylltur víða um heim þessa dagana fyrir framgöngu sína gegn rússneska innrásarliðinu. Hann hefur þvertekið fyrir að yfirgefa höfuðborgina Kyiv þrátt fyrir að vera efstur á dauðalista Rússa. En hver er hann?

Hann var ekki heimsþekktur áður en Rússar réðust inn í Úkraínu en nú er óhætt að segja að nær öll heimsbyggðin þekki nafn hans. Síðustu daga hafa fjölmiðlar og notendur samfélagsmiðla skýrt frá ýmsu um þennan staðfasta forseta sem hræðist ekki ofurefli rússneska hersins og blæs þjóð sinni kjark í brjóst.

„Hver einasta kona í lífi þínu er nú að minnsta kosti örlítið ástfangin af Volodymyr Zelenskyy og þú getur ekki gert neitt við því,“ skrifaði einn Twitternotandi. Þetta lýsir kannski vel aðdáun heimsbyggðarinnar á honum.

Zelenskyy er 44 ára. Hann ólst upp í suðausturhluta landsins en hann er gyðingur. Því er ótrúlegt að heyra Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, segja hann vera nasista.

Zelenskyy var boðið að leggja stund á lögfræði í Ísrael en faðir hans leyfði honum það ekki. Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að þess í stað hafi hann hafið lögfræðinám við háskóla í höfuðborginni Kyiv en vegna þess hversu mikinn áhuga hann hafði á gríni hætti hann námi og aðeins 17 ára var hann orðinn félagi í grínhópi sem ferðaðist um landið og tróð upp.

Grínið var lifibrauð hans allt þar til hann var kjörinn forseti en framboð hans var í upphafi einhverskonar grín eða gjörningur sem beindist gegn hinum hefðbundnu stjórnmálamönnum og stjórnmálum og rótgróinni spillingu í úkraínskum stjórnmálum. Kannski má segja að hann hafi verið kjörinn forseti út af óánægju kjósenda með hina hefðbundnu stjórnmálamenn.

Kemur sífellt á óvart

En hann hefur svo sannarlega komið á óvart eftir að Rússar fóru að þrengja að Úkraínu og staðið sem klettur með þjóð sinni. Hann afþakkaði boð Bandaríkjastjórnar um að hann yrði fluttur frá Kyiv þegar innrás Rússa var hafin. Hann sagðist ætla að vera þar og berjast með löndum sínum, berjast gegn innrásarliðinu.

Hann var landsmönnum að góðu kunnur áður en hann bauð sig fram til forseta. Til dæmis tók hann þátt í danskeppni í sjónvarpi árið 2006 og bar sigur úr býtum.

Árið 2015 lék hann aðalhlutverkið í grínþáttum sem heita „Þjónn fólksins“. Hann lék kennara sem vildi efna til uppgjörs við spillta stjórnmálamenn og endar sem forseti! Kannski var þetta fyrirboði um það sem koma skyldi!

Hann var einnig þekktur meðal barna því hann lagði birninum Paddington til rödd í teiknimyndunum um hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Í gær

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun