fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Refsiaðgerðum beint gegn vinum Pútín

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. febrúar 2022 08:00

Vladímír Pútín.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær tilkynntu stjórnvöld víða í hinum vestræna heimi um refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna viðurkenningar þeirra á sjálfstæði Donetsk og Lugansk í austurhluta Úkraínu en þar hafa Rússar stutt við bakið á aðskilnaðarsinnum árum saman. Þessir aðskilnaðarsinnar hafa viljað kljúfa héruðin frá Úkraínu. Refsiaðgerðirnar eru efnahagslegar og er ætlað að koma illa við Rússa og munu vinir Vladímír Pútín, forseta, finna fyrir þeim.

Þetta eru meðal annars svokallaðir olígarkar sem eiga ótrúlegan auð, sem þeir hafa margir hverjir komist yfir í skjóli Pútín, og eru oft nefndir á listum yfir auðugasta fólk heims.

Meðal þeirra eru Boris Rotenberg, Igor Rotenberg og Gennady Timtjenko. Þeir eru allir góðir vinir Pútín. Eins og svo margir auðmenn hafa þeir getað keypt sér aðgang að Bretlandi með svokallaðri „gull vegabréfsáritun“. Hana er hægt að fá gegn því að fjárfesta fyrir að minnsta kosti tvær milljónir punda í landinu. Áritunin veitir fólki heimild til að dvelja í landinu í tvö ár og síðan er hægt að fá varanlegt dvalarleyfi með því að fjárfesta fyrir átta milljónir punda til viðbótar í Bretlandi. En Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur nú fellt þessa „gull vegabréfsáritun“ niður fyrir rússneska ríkisborgara. Þetta kemur sér því illa fyrir fyrrnefnda þremenninga.

Boris Rotenber, 65 ára, hefur árum saman verið góður vinur Pútín. Þeir deila sameiginlegu áhugamáli sem er júdó. Þeir hafa margoft komið fram saman í júdógöllum og tekist aðeins á. Boris Rotenberg er varaformaður rússneska júdósambandsins og forseti knattspyrnuliðsins Dynamo Moscow. Hann auðgaðist mjög eftir hrun Sovétríkjanna þegar hann fékk stóran hluta af gas- og raforkuframleiðslu landsins í sinn hlut. Daily Mail segir að eignir hans séu metnar á 1,2 milljarða dollara.

Igor Rotenberg er bróðursonur Boris Rotenberg. Hann er 48 ára og á meðal annars Gazprom Bureniye. Hann tók við við hluta af fyrirtækjum föður síns eftir að hann var beittur refsiaðgerðum af hálfu Vesturlanda eftir að Rússar hernámu Krím 2014. Talið er að eigur hans nemi 1,1 milljarði dollara.

Gennady Timtjenko er 69 ára og er talinn auðugastur þremenningana. Hann á Volga Group fjárfestingafélagið. Hann er sjötti ríkasti maður Rússlands og á meðal annars íshokkílið St. Pétursborgar.

En nú er Lundúnadvöl þremenninganna lokið því Boris Johnson hefur afturkallað vegabréfsáritanir þeirra og dvalarleyfi og sparkað þeim úr landi vegna framferðis Rússa gagnvart Úkraínu.

Lundúnir hafa verið vinsæll áfangastaður rússneskra olígarka sem hafa margir hverjir sest þar að og sent börn sín í rándýra einkaskóla og keypt rándýrar fasteignir. Einn sá þekktasti er Roman Abramovitj, sem á knattspyrnuliðið Chelsea, en hann er ekki enn á lista bresku ríkisstjórnarinnar yfir þá Rússa sem refsiaðgerðirnar beinast gegn. En hann gæti endað á honum ef Rússar hefja hernað gegn Úkraínu. Það sama á við um fleiri rússneska auðmenn sem hafa sest að í Lundúnum.

Rússnesku auðmennirnir hafa einnig flutt fyrirtæki sín til Bretlands og rúmlega 30 fyrirtæki í þeirra eigu eru skráð á breska hlutabréfamarkaðnum. Verðmæti þeirra er talið í billjónum króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“