fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Veðrið getur sett strik í reikninginn ef Rússar ætla að ráðast á Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 12. febrúar 2022 17:00

Úkraínskur hermaður í Donetsk að vetri til. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um leið og hernaðarsérfræðingar, stjórnmálamenn og hermenn fylgjast með álengdar og bíða eftir hvort Rússar muni ráðast á Úkraínu fylgjast þeir eflaust vel með veðurspám. Því veður getur svo sannarlega skipt miklu máli ef Rússar ákveða að ráðast á Úkraínu.

Öldum saman hafa herlið staðið frammi fyrir erfiðum aðstæðum í Úkraínu þegar átök hafa staðið yfir. Ástæðan er að á hverju vori breytast slétturnar í illfært leðjusvað. Rússar hafa oft notið góðs af þessu þegar ráðist hefur verið á landið en nú gæti þetta valdið her þeirra vanda.

Í Rússlandi og Úkraínu er orðið „rasputitsa“ notað yfir þetta fyrirbæri en orðið þýðir „vegalausi tíminn“ en hann skellur á á hverju vori og hausti þegar snjór og ís bráðna og þegar miklar haustrigningar breyta vegum og landslaginu í risastórt leðjusvað.

Þetta leðjusvað verndaði Rússa gegn innrás Napóleons 1812 og Þjóðverja 1941. En nú gæti leðjan gert rússneska hernum erfitt fyrir ef Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, ákveður að senda rússneska herinn inn í Úkraínu.

Kirill Mikhailov, hernaðarsérfræðingur hjá CiT samtökunum sem fylgjast með rússneska hernum, sagði í samtali við Washington Post að það sé mjög óheppilegt að gera innrás að vori til. Landslagið gjörbreytist. Ef gera eigi innrás verði að gera hana í janúar eða febrúar.

CNN segir að gögn frá Copernicus veðurgervihnetti ESB sýni að janúar hafi verið hlýrri og blautari í stórum hluta Austur-Evrópu en venja er. Í Úkraínu var hitinn 1 til 3 gráðum yfir meðallagi. Þetta og meiri úrkoma þýðir minna frost og meiri leðja. Veðurspáin næstu daga gerir einmitt ráð fyrir hita en ekki frosti í austanverðri og norðanverðri Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt