fbpx
Sunnudagur 29.janúar 2023
Eyjan

Vilhjálmur segist hafa verið illa svikinn – „Þetta myndi ég aldrei gera“

Eyjan
Mánudaginn 5. desember 2022 19:00

Vilhjálmur Birgisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rætt var við Vilhjálm Birgisson, formann Starfsgreinasambandsins, í Fréttavaktinni á Hringbraut í kvöld en hann segist hafa verið svikinn af Eflingu í kjaraviðræðunum.

Samningar náðust milli Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins um helgina en Vilhjálmur hefur verið harðlega gagnrýndur af öðrum forystumönnum í verkalýðshreyfingunni. Vilhjálmur er spurður í þættinum hvernig hann tekur þessari gagnrýni.

„Ég tek henni svona bærilega ef þannig má að orði komast. Auðvitað er maður dálítið sár og svekktur yfir þessum viðbrögðum frá þeim. Í fyrsta lagi bara vegna þess að þetta er að mínum dómi einn besti kjarasamningur sem gerður hefur verið fyrir verkafólk, fyrir láglaunafólk,“ segir Vilhjálmur og bendir á að samningurinn gildir í rúmt ár.

„Við munum setjast aftur við samningsborðið í september, það er bara skrifað inn í samninginn, við munum þá hefja viðræður aftur.“

Vík milli vina

Litið hefur verið á Vilhjálm sem hluta af þríeyki með þeim Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, og Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR. Eftir að skrifað var undir samninginn virðist vera sem þetta þríeyki heyri sögunni til.

Aðspurður um hvort nú sé vík milli vina segir Vilhjálmur að svo sé. „Já ég held að það sé smá vík á milli vina, ég held að það sé alveg ljóst og nú verður maður bara að draga andann djúpt og reyna að átta sig á stöðunni,“ segir hann.

„Það gerðust hlutir sem ég á rosalega erfitt með að sætta mig við. Til dæmis það að ég hélt formanni Eflingar alltaf upplýstri hvað ég væri að gera af því að Efling er stærsta félagið innan SGS, þannig ég lét alltaf vita hvað ég væri að gera, bara upp á krónu hvar við værum stödd.“

video
play-sharp-fill

Sigmundur Ernir Rúnarsson, þáttastjórnandi Fréttavaktarinnar, segir þá að Sólveig Anna sé búin að láta að því liggja að Vilhjálmur hafi ekki upplýst sig um stöðu mála. Vilhjálmur segir að svo hafi ekki verið. „Það er alveg af og frá, algjörlega. Ég upplýsti þau og lét þau til dæmis vita, ég lét Viðar Þorsteinsson vita af því hvað við værum komin langt og að ég teldi að við sæjum til lands. Það sem að gerist daginn eftir, á mjög viðkvæmu stigi í viðræðunum, að þeim upplýsingum sem ég hafði veitt þeim – því var lekið til fjölmiðla.“

„Ég er pínu sár yfir því, því að samstarf fólks byggist upp á trausti, trúnaði og heiðarleika. Ég er dálítið illa svikinn hvað þetta varðar. Ég allavega myndi aldrei nokkurn tímann gera félögum mínum það að leka upplýsingum á viðkvæmum tímum í kjaraviðræðum stéttarfélags með það að markmiði að reyna að skemma og afvegaleiða það sem verið er að gera. Þetta myndi ég aldrei gera.“

Hægt er að horfa á Fréttavaktina í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Einar lýsir samfélagsmiðlaofbeldi – „Það var bara sett af stað ákveðin herferð gegn mér“

Einar lýsir samfélagsmiðlaofbeldi – „Það var bara sett af stað ákveðin herferð gegn mér“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Donald Trump lagði til að kjarnorkusprengjum yrði beitt gegn Norður-Kóreu og öðru ríki kennt um

Donald Trump lagði til að kjarnorkusprengjum yrði beitt gegn Norður-Kóreu og öðru ríki kennt um
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kjartan ósáttur: „Af hverju kýs borg­ar­stjóri að hunsa áður­nefnt ákvæði?“

Kjartan ósáttur: „Af hverju kýs borg­ar­stjóri að hunsa áður­nefnt ákvæði?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Biðja Kristrúnu afsökunar – „Myndlíkingin var með öllu óboðleg“

Biðja Kristrúnu afsökunar – „Myndlíkingin var með öllu óboðleg“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur ver „sérlega ósmekklega og óviðeigandi“ grein – „Ég ætla að halda áfram að benda á hræsni og siðferðisbresti af þessu tagi“

Ólafur ver „sérlega ósmekklega og óviðeigandi“ grein – „Ég ætla að halda áfram að benda á hræsni og siðferðisbresti af þessu tagi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja að húsnæði Flataskóla hafi verið „tifandi tímasprengja“

Segja að húsnæði Flataskóla hafi verið „tifandi tímasprengja“