fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Hafa ekki mikið álit á Evu Joly – „Tjónið sem ráðgjöf hennar olli verður seint metið til fjár“

Eyjan
Fimmtudaginn 1. desember 2022 22:00

Eva Joly, Mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lárus Welding, fyrrum forstjóri Glitnis, gefur út bókina  Uppgjör bankamanns fyrir jólin. Bókin er uppgjör Lárusar við hrunárin og ekki síður það sem eftir fylgdi en í bókinni lýsir Lárus framgöngu ákæruvaldsins, sem hann segir að hafi gengið mjög hart fram á árunum eftir hrun en á tímabili þurfti hann að verjast á þriðja tug refsi- og einkamála.

Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis

Á annað hundrað milljónir í ráðgjafalaun

Í bókinni er hermt að Lárus fari hörðum orðum um ráðgjafastörf Evu Joly sem hann segir að hafi þegið á annað hundrað milljónir króna í ráðgjafalaun fyrir 21 mánaða vinnu.

„Hún virtist hafa verið einlægt þeirrar skoðunar að bankamenn, hvar í heiminum sem þeir störfuðu, væru glæpamenn. Þetta var fagnaðarerindið sem hún boðaði hér á landi af mikilli ástríðu og mörg skoðanasystkini hennar tóku undir,“ skrifar Lárus.

Viðskiptablaðið boðar birtingu á nokkrum köflum bókarinnar á morgun en nokkrar umræður skapast um bókina á Facebook-síðu miðilsins. Einn þeirra sem leggur orð í belg er Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður, sem hefur meðal annars varið Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóra Landsbankans í hrunmálum sem gegn honum. Ljóst er að Sigurður hefur sömuleiðis lítið álit á Joly og hennar störfum.

Sigurður G. Guðjónsson Mynd/GVA

Ekki mikið álit á Joly

„Lárus Welding var einn þeirra sem stjórnvöld ákváðu að gera skyldi ábyrgan fyrir Hruninu. Hafði hann þó ekkert gert af sér frekar en Sigurjón Þ. Árnason skjólstæðingur minn og aðrir bankamenn sem vor hundeltir af hinu ógeðfellda embætti sem ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks kom á fót til að draga athyglina frá eigin getuleysi. Það sem dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokks sá ekki fyrir var að Steingrímur J yrði Íslandsráðherra í skjóli Jóhönnu Sigurðardóttur,“ skrifar Sigurður G.

Hann segir að þá hafi andskotinn orðið laus og í kjölfarið hafi verið náð í Evu Joly til að veita dýra ráðgjöf.

„Hún varð fljótt eftirlæti stjórnvalda og RÚV – talin afburða góður lögfræðingur- sem hún var ekki. Tjónið sem ráðgjöf hennar olli verður seint metið til fjár,“ skrifar hæstaréttarlögmaðurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt