fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Skaut föstum skotum til baka á Bjarna – „Hann er með Samfylkinguna á heilanum“

Eyjan
Sunnudaginn 6. nóvember 2022 12:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, skaut föstum skotum til baka á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra í Silfrinu í dag.

Bjarni sagði í setningarræðu sinni á landsfundi í Laugardalshöll á föstudag að Sjálfstæðismenn skuldi borgarbúum það að gefa Samfylkingunni frí og sagðist vorkenna flokksmönnum Samfylkingarinnar.

„Það hlýtur að vera alveg ömurleg reynsla að dveljast alla daga í eins konar pólitískum bergmálshelli, rífast þar við eigið bergmál og óttast ekkert meira en að hafa skoðun sem gæti orðið óvinsæl á Twitter, þá er dagurinn ónýtur,“ sagði Bjarni.

Bjarni með Samfylkinguna á heilanum

Jóhann Páll sagði í Silfrinu í dag að hann sé ánægður með þennan áhuga Bjarna á Samfylkingunni, enda fullt tilefni fyrir hann að hafa áhyggjur af Samfylkingunni undir forystu Kristínar Frostadóttur sem er nú tekinn við formannsstóli þar.

„Ég er náttúrulega mjög ánægður með Bjarna. Ég er svo ánægður með hvað hann talar mikið um Samfylkinguna. Hann er með Samfylkinguna á heilanum, búinn að vera með Samfylkinguna á heilanum alla helgina. Mér finnst það mjög skemmtilegt og kannski ekkert skrítið að hann hafi áhyggjur af nýrri og sterkri forystu í Samfylkingunni. Það kom mér ekki á óvart að Bjarni fengi mótframboð. Bjarni á heiðurinn af verstu, næstverstu, þriðjuverstu og fimmtuverstu kosninganiðurstöðu Sjálfstæðisflokksins frá upphafi vega. Þannig að hann hlaut eiginlega að fá mótframboð“

Jóhann segir að Bjarni hafi haft sterka stöðu í stjórnmálum undanfarið en það tengist ekki honum og hans árangri heldur sé það einum stjórnmálaflokki og manneskju að þakka. Vinstri Grænum og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra.

„Það er mjög athyglisvert að fylgjast með þessari glímu Gulla og Bjarna af því þar virðist sterkasta vopnið í vopnabúri stuðningsmanna Bjarna vera að beina sjónum að einhverju mistísku sambandi þeirra Katrínar og Sigurðar Inga.“

Undanfarið hafi stuðningsmenn Bjarna hvíslað um að ríkisstjórnarsamstarfið væri í uppnámi ef Guðlaugur Þór vinni formannsslaginn.

„Þetta auðvitað minnir okkur á það að þessi ríkisstjórn er ekki mynduð um málefni heldur snýst þetta allt um persónur og leikendur og völd og stóla.“

Gaman að það sé líf komið í pólitíkina

Bjarni sagði einnig í ræðu á landsfundi að honum virðist sem svo að heilu fjölmiðlarnir séu gerður út til þess að koma á framfæri einhverri skoðun við landsmenn. Til dæmis Fréttablaðið sem Bjarni segir vera í áróðri fyrir inngöngu í Evrópusambandið.

Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, gagnrýndi þennan málflutning Bjarna í Silfrinu.

„Mér finnst bara gaman að það sé komið eitthvað líf í pólitíkina hún hefur verið svona frekar dauf í tíð þessarar ríkisstjórnar og það er bara gaman að menn skuli vera að takast á, hvernig sem það er. Ég verð samt að segja eitt því hér hefur rætt um þessa opnunarræðu Bjarna. Það sló mig illa hvernig hann nýtti tækifærið til að hnýta fjölmiðil, Fréttablaðið, vegna ritstjórnargreina hans um Evrópusambandið. Því þar lætur Bjarni undir höfuð leggjast að taka sambærilega afstöðu þá til annars fjölmiðils til dæmis Morgunblaðsins sem er á öndverðum meiði í Evrópusambandsmálum, ver hagsmuni stórútgerðarinnar og ver hagsmuni Sjálfstæðisflokksins ef út í það er farið.

Þannig þetta er náttúrulega ekkert hlutlaust mat á fjölmiðli eins og þarna kemur fram í máli formanns heldur flokkspólitískt mat. Og það er svolítið hættulegt tal. Þetta gerist á sama tíma og stjórnvöld eru að meina fjölmiðlum aðgang að risastóru álitaefni, fréttaefni, sem er þegar hér er verið að henda fólki af landi brott með ofbeldi seint um nótt, um nóttu. Þetta gerist líka í tíð ríkisstjórnar sem þegir þunnu hljóði þegar stórfyrirtæki, sem er andlag svikarannsóknar sem nær yfir landamæri, hjólar í íslenska fjölmiðla fyrir að segja fréttir af því máli og þeirri rannsókn og tekur jafnvel afstöðu með stóryfirtækinu ef eitthvað er.

Hanna Katrín segir að Sjálfstæðismönnum sé mjög tamt að kalla landsfund sinn lýðræðisveislu. En hin eina sanna lýðræðisveisla þjóðar er þegar fjölmiðlar fá að vera frjálsir og óháðir.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus