fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Félag Margrétar úrskurðað gjaldþrota

Eyjan
Fimmtudaginn 24. nóvember 2022 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

JL Holding ehf., sem var í meirihlutaeigu Margrétar Ásgeirsdóttur fjárfestis, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag en félagið var úrskurðað gjaldþrota þann 16. nóvember síðastliðinn.

Félagið var stofnað árið 2014 utan um gistirekstur í JL-húsinu við Hringbraut – hótelið Oddson og veitingastaðinn Bazaar – undir forystu tvíburabræðranna Arnars og Bjarka Gunnlaugssona auk Margrétar. Um var að ræða 800 milljón króna fjárfestingu en Margrét átti 50% hlut í fyrirtækinu til að byrja með en sá hlutur nam 70% undir það síðasta.

Hótelið var opnað í maí 2016 en um var að ræða hótel með andrúmslofts farfuglaheimilis eins og komist var að orði við opnunina. Reksturinn gekk þó ekki sem skyldi og í byrjun árs 2018 lokaði veitingastaðurinn Bazaar og hótelinu var skellt í lás í september 2018. Þar hófst svo að nýju rekstur undir nafninu Circle hostel og var Ásgeir Mogensen, sonur Margrétar og Skúla Mogensen, framkvæmdastjóri Circle um tíma.

Í janúar á þessu ári var greint frá því að nauðungarsala væri fyrirhuguð á þeim hlutum fasteignarinnar sem voru í eigu JL Holding. Stjórnarformaður félagsins, Einar Páll Tamimi, kvaðst þó bjartsýnn á að samningar myndu nást við kröfuhafa.  Það gekk þó ekki eftir og eignaðist Íslandsbanki fasteignirnar á nauðungarsölu í kjölfarið.

Þá var greint frá því í september að Þorpið vistfélag hefði keypt eignarhlutana af Íslandsbanka sem og aðra hluta hússins sem voru í eigu Myndlistaskólans í Reykjavík og ráðgerðir að útbúa rúmgóðar miðborgaríbúðir í húsnæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt