fbpx
Sunnudagur 03.desember 2023
Eyjan

Gagnrýna ítrekuð ferðalög Dags borgarstjóra í ljósi fjárhagsstöðu – Draga að upplýsa um kostnað

Eyjan
Föstudaginn 18. nóvember 2022 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hefur verið á faraldsfæti undanfarnar vikur. Í október leiddi hann fjögurra manna sendinefnd á ráðstefnu um nýsköpun til Amsterdam og er þessa dagana staddur ásamt aðstoðarmanni sínum í vinnuferð í Barcelona. Þá er framundan ferð í næstu viku til Kaupmannahafnar og þaðan til Parísar þar sem áherslan verður á loftslagsmál.

Flokkar í minnihluta borgarstjórnar, til að mynda Sjálfstæðisflokkurinn og Flokkur fólksins, hafa sett spurningamerki við þessa ferðagleði borgarstjórans, sérstaklega í ljósi alvarlegrar fjárhagsstöðu borgarinnar. Þá stendur vinna við fjárhagsáætlun borgarinnar sem hæst og í ljósi stöðunnar mætti því ætla verkefnin væru ærin heima fyrir.

Tekur nokkrar mínútur að fletta upp

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur ítrekað óskað eftir upplýsingum um kostnað borgarsjóðs við þessar ferðir án þess að fá hann uppgefinn.

„Þessi dráttur á sáraeinföldum upplýsingum er mjög óeðlilegur. Ég veit fyrir víst að það tekur aðeins örfáar mínútur að fá sundurliðaðar upplýsingar um allan þennan kostnað úr tölvukerfi borgarinnar,“ segir Kjartan Magnússon.

Að hans sögn blasir við að meirihlutinn vilji ekki umræðu um þennan kostnað. „Þau eru því viljandi að tefja fyrir því að við fáum þessar upplýsingar,“ segir Kjartan.

Fyrsta fyrirspurnin var lögð fram í borgarráði þann 6. október, fyrir um sex vikum, varðandi Amsterdamferðina en ekkert bólar á svörum.

Fyrirspurnin skilaði sér ekki í fundargerð

„Reyndar var þeirri fyrirspurn ekki sérstaklega vel tekið þegar við lögðum hana fram í borgarráði og síðan brá svo við að fyrirspurnin skilaði sér ekki í þeirri fundargerð, sem sett var í netið og fjölmiðlar og almenningur hafa aðgang að. Ég uppgötvaði það í síðustu viku, vakti athygli á þessu á borgarráðsfundi og var þetta atriði þá leiðrétt. Ég tók málið síðan upp á borgarstjórnarfundi síðastliðinn þriðjudag enda í hæsta máta alvarlegt ef kjörnir fulltrúar geta ekki treyst því að fyrirspurnir, sem meirihlutanum finnast ef til vill óþægilegar, skili sér ekki í þá fundargerð, sem birt er á netinu,“ segir Kjartan og bendir á að eitthvað væri sagt ef slík vinnubrögð væru stunduð á Alþingi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vill skattleysi eldri borgara – segir þá búna að leggja sitt af mörkum á langri ævi

Vill skattleysi eldri borgara – segir þá búna að leggja sitt af mörkum á langri ævi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fái að reykja mentól sígarettur í fjögur ár í viðbót – Hæfilegur undirbúningstími

Fái að reykja mentól sígarettur í fjögur ár í viðbót – Hæfilegur undirbúningstími
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segja lífeyrissjóði ekki viljuga til að hjálpa Grindvíkingum – „Ekki treystandi til að sýsla með sjóðina okkar“

Segja lífeyrissjóði ekki viljuga til að hjálpa Grindvíkingum – „Ekki treystandi til að sýsla með sjóðina okkar“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fullveldisráðstefna Dansk-íslenska félagsins í Veröld, húsi Vigdísar

Fullveldisráðstefna Dansk-íslenska félagsins í Veröld, húsi Vigdísar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Djöfullinn sjálfur

Óttar Guðmundsson skrifar: Djöfullinn sjálfur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vandamálið í dag er þung greiðslubyrði lána en ekki yfirveðsetning eins og í hruninu, segir umboðsmaður skuldara

Vandamálið í dag er þung greiðslubyrði lána en ekki yfirveðsetning eins og í hruninu, segir umboðsmaður skuldara