fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Meirihlutinn í borginni felldi tillögu um að fresta eigin launahækkunum – Sparnaðurinn hefði verið 29 milljónir

Eyjan
Fimmtudaginn 17. nóvember 2022 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sósíalistaflokkur Íslands lagði fram tillögu á síðasta borgarstjórnarfundi, þann 15. nóvember, að grunnlaun borgarfulltrúa og fyrstu varaborgarfulltrúa myndu ekki taka hækkunum í janúar og júlí á næsta ári, en með því mætti spara um 29 milljónir króna áætlað.

Ný ákvörðun yrði svo tekin um grunnlaun frá og með janúar 2024 án þess að til komi afturvirkar hækkanir og verði þá miðað við þróun launavísitölunnar sex mánuði á undan líkt og áður hafi verið gert.

Tillagan felld af fulltrúum meirihlutans

Tillagan var fellt með þrettán atkvæðum borgarfulltrúa meirihlutans, Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar, gegn tveimur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Vinstri Grænna og Flokks fólksins sátu hjá við afgreiðslu.

Við þetta lögðu borgarfulltrúar Sósíalistaflokks fram bókun þar sem fram kom að eðlileg hefði verið að grípa til þessarar aðgerðar í ljósi stöðunnar í samfélaginu, en ekki sé réttlætanlegt að grunnlaun borgarfulltrúa, sem nú séu 948.481 kr., taki sjálfkrafa hækkun tvisvar á ári á meðan annað starfsfólk borgarinnar, sem sinni gríðarlega mikilvægum störfum, sé á lægri launum og þurfi að hafa mikið fyrir eðlilegri kjaraleiðréttingu.

Í bókun var eins bent á að ofan á grunnlaun borgarfulltrúa leggist oft ýmis konar greiðslur vegna setu í ráðum og nefndum og grunnlauns fyrstu varaborgarfulltrúa séu 663.937 kr.

„Kostnaðurinn við hækkun á launum borgarfulltrúa og fyrstu varaborgarfulltrúa er áætlaður 29 m.kr. árið 2023. Fulltrúar sósíalista árétta mikilvægi þess að launastefna verði sett fyrir borgina þar sem samhengi verði á milli hæstu og lægstu launa og þar hafa sósíalistar leitast við að fá umræðu um launabil.“ 

Mikilvægt að borgarfulltrúar ákveði ekki laun sín

Fulltrúar meirihlutans lögðu á móti fram bókun þar sem þeir segja mikilvægt að gegnsæi ríki um laun borgarfulltrúa og vegna þess hafi upplýsingar um laun verið aðgengilegar á heimasíðu borgarinnar. Laun borgarfulltrúa hafi fyrir 2016 verið tengd þingfarakaupi en því hafi verið hætt og þess í stað tekin upp tenging við launavísitölu til að endurspegla betur almenna launaþróun.

„Mikilvægt er að borgarfulltrúar ákveði ekki laun sín frá degi til dags, heldur séu þau fastsett og tengd vísitölu.“ 

Fulltrúi Vinstri grænna lagði líka fram bókun og tók undir með sósíalistum um að alvarleg fjárhagsstaða borgarinnar kalli á róttækar og jafnvel óhefðbundnar ráðstafanir.

„Á hitt ber hins vegar að líta að sjálfkrafa tenging launa borgar- og varaborgarfulltrúa við vísitölu hefur þann kost að með henni losna kjörnir fulltrúar úr þeirri vandmeðförnu stöðu að þurfa í sífellu að taka ákvarðanir um eigin launakjör. „

Fulltrúi Vinstri grænna benti einnig á að Vinstri Græn hefðu lagt fram tillögu um sjálfkrafa vísitölutengingu fjárhagsaðstoðar og væri erfitt að sjá hvernig borgarstjórn gæti hafnað tillögu Sósíalista en ekki samþykkt tillöguna um vísitölutengingu fjárhagsaðstoðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins