fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Eyjan

Brynjar hjólar í Hallgrím – „Getur ekki vælt yfir því að honum sé svarað fullum hálsi“  

Eyjan
Föstudaginn 11. nóvember 2022 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brottvísun 15 einstaklinga frá Íslandi til Grikklands í síðustu viku hefur vakið mikla eftirtekt og úlfúð. Hefur meðal annars stefna stjórnvalda í málefnum hælisleitenda verið harðlega gagnrýnd og þá sérstaklega hefur dómsmálaráðherra, Jón Gunnarsson, orðið andlag gagnrýninnar enda heyra brottvísanir undir hans málaflokk.

Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason birti stutta færslu á Facebook í gær um málið þar sem hann sagði: „Enn að hugsa um íröksku systurnar sem teknar voru úr FÁ og reknar úr landi. Menntunin og framtíðin voru teknar af þeim. Og við sem héldum að svoleiðis geri bara Talíbanar.“

Mannlíf vakti athygli á færslunni undir fyrirsögninni: Hallgrínur um útlendingastefnu Jóns: „Við héldum að svoleiðis geri bara Talíbanar“

Eitthvað hefur þessi nálgun Mannlífs, sem og ummæli Hallgríms, farið fyrir brjóstið á Brynjari Níelssyni, aðstoðarmanni dómsmálaráðherra.

Hann hjólar á móti í Hallgrím í færslu á Facebook þar sem hann bendir á brottvísanirnar hafi ekki verið í nafni Jóns Gunnarssonar heldur í nafni stefnu „þverpólitískrar nefndar sem varð að lögum frá Alþingi.“

Brynjar skýtur á þá staðreynd að Hallgrímur þiggur listamannalaun og segir að hann sé „góður maður, amk á kostnað annarra“

Brynjar skrifar:

„Gáfnaljósið og skattakóngurinn, Hallgrímur Helgason, sparar ekki stóru orðin frekar en venjulega. Það er svo áhyggjulaust líf að hafa trygga framfærslu frá skattgreiðendum alla ævi við að leika sér við áhugamálin. En Hallgrímur veit greinilega ekki að Alþingi setur lög og ráðherra fer með framkvæmdavaldið. Hér á landi er því ekki rekin útlendingastefna Jóns Gunnarssonar, heldur stefna þverpólitískrar nefndar sem varð að lögum frá Alþingi. Hallgrímur er kannski ekki eins mikið gáfnaljós og menn halda. En hann er þó góður maður, amk á kostnað annarra. Hann veit að það er nóg til og er örugglega sjálfur til í að greiða hærri skatta.“ 

Brynjar var gagnrýndur fyrir þessi ummæli í athugasemd og svaraði þá:

„Hann hefur látið stór orð falla um forsætisráðherra og aðra ráðherra í gegnum tíðina og getur ekki vælt yfir því að honum sé svarað fullum hálsi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn ósáttur með niðurskurðartillögur borgarstjórnar – „Færri og ódýrari snittur […] en að öðru leyti sleppur Hirðin“

Þorsteinn ósáttur með niðurskurðartillögur borgarstjórnar – „Færri og ódýrari snittur […] en að öðru leyti sleppur Hirðin“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur segist hafa verið illa svikinn – „Þetta myndi ég aldrei gera“

Vilhjálmur segist hafa verið illa svikinn – „Þetta myndi ég aldrei gera“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Engin kona í færeysku landsstjórninni en það stendur allt til bóta

Björn Jón skrifar: Engin kona í færeysku landsstjórninni en það stendur allt til bóta
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Aðgerðahópar Demókrata mynda skjaldborg um Joe Biden

Aðgerðahópar Demókrata mynda skjaldborg um Joe Biden
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Ætti fullveldisdagurinn ekki að vera rauður dagur?“

„Ætti fullveldisdagurinn ekki að vera rauður dagur?“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Anna María skipuð skrifstofustjóri fjármála í matvælaráðuneyti

Anna María skipuð skrifstofustjóri fjármála í matvælaráðuneyti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Adda Guðrún og Hanna Alexandra til Empower

Adda Guðrún og Hanna Alexandra til Empower
Eyjan
Fyrir 1 viku

Katrín segist vinna á bak við tjöldin og ber Bjarna og Sigurði Inga góða sögu

Katrín segist vinna á bak við tjöldin og ber Bjarna og Sigurði Inga góða sögu