fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Eyjan

Hlutfallslega fleiri sækja um alþjóðlega vernd hér á landi en á hinum Norðurlöndunum

Eyjan
Föstudaginn 7. október 2022 10:00

Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hlut­falls­lega sækja mun fleiri um alþjóðlega vernd hér á landi en í hinum ríkj­um Norður­land­anna, sem verður að telj­ast sér­kenni­legt út frá stærð og legu lands­ins,“ segir Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Nefndin var nýlega í heimsókn í Noregi og Danmörku og kynnti sér meðal annars vinnubrögð stjórnvalda í þessum ríkjum í útlendingamálum.

Bryndís segir að meiri sátt ríki um málaflokkinn í þessum ríkjum en á Íslandi. Lögð sé áhersla á að hælisleitendur njóti vandaðrar og sanngjarnrar málsmeðferðar en virk endursendingarstefna sé í gildi fyrir þá sem ekki hljóta vernd. Bryndís bendir á að hingað leiti margt fólk sem þegar hafi  hlotið vernd í öðru Evrópulandi:

„Á síðustu árum hef­ur verið áber­andi hér á landi hversu hátt hlut­fall um­sækj­enda um alþjóðlega vernd hef­ur þegar hlotið vernd í öðru Evr­ópu­ríki. En Ísland sker sig úr hvað þetta varðar með sér­ís­lensk­ar regl­ur fyr­ir um­sækj­end­ur í þeirri stöðu. Er eðli­legt að Ísland geri það? Eru þeir sem hlotið hafa vernd í öðru Evr­ópu­ríki í neyð og ótt­ast um líf sitt og frelsi – en það er neyðin sem vernd­ar­kerfið er sniðið utan um.“

Bryndís ræðir mikilvægt hlutverk sveitarfélaga við aðlögun flóttamanna sem njóta verndar að íslensku samfélagi. Ennfremur leggur hún til að íbúum utan EES-svæðisins verði gert auðveldara að fá dvalar- og atvinnuleyfi á Íslandi:

„En fyr­ir þá sem búa utan ríkja EES og lang­ar að flytja til Íslands, þá get­ur sú leið verið mjög tor­fær og jafn­vel ófær. Ákveðnar leiðir eru opn­ar fyr­ir um­sókn­ir um tíma­bundið at­vinnu­leyfi og ber þar helst að nefna tíma­bundið at­vinnu­leyfi vegna starfa sem krefjast sér­fræðiþekk­ing­ar. Hins veg­ar er mun erfiðara að sækja um at­vinnu­leyfi ef ekki er hægt að flagga sér­fræðinga­vott­orði.

Væri ekki eðli­legra að liðka til í reglu­verki okk­ar þannig að fólk geti sótt hér um dval­ar- og at­vinnu­leyfi þó það sé ekki rík­is­borg­ar EES-land­anna? Á sama tíma myndi álagið létt­ast af vernd­ar­kerf­inu okk­ar sem gæfi okk­ur aukið svig­rúm til að sinna því fólki bet­ur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolbeinn spyr hvort Íslendingar þurfi róttæka vinstri hreyfingu – „Ég er hreint ekki sannfærður“

Kolbeinn spyr hvort Íslendingar þurfi róttæka vinstri hreyfingu – „Ég er hreint ekki sannfærður“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halldór Auðar snýr baki við Pírötum – „Niðurstaða kosninganna fyrst og fremst endurspeglun á löskuðu innra starfi“

Halldór Auðar snýr baki við Pírötum – „Niðurstaða kosninganna fyrst og fremst endurspeglun á löskuðu innra starfi“