fbpx
Föstudagur 20.maí 2022
Eyjan

Eiríkur segir að hugsanlega sé gjá á milli bólusettra og óbólusettra komin til að vera

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. janúar 2022 08:00

Eiríkur Bergmann

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú hillir undir lok heimsfaraldursins en þrátt fyrir það dregur ekki úr andstöðu við sóttvarnaaðgerðir og bólusetningar. Víða erlendis var mótmælt um helgina og hér á landi kom fólk saman á Austurvelli og mótmælti bólusetningum barna. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir að verið sé að skera þá hópa sem ekki vilja láta bólusetja sig frá samfélaginu og það gangi hratt fyrir sig.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Hefur blaðið eftir honum að dæmi um þetta megi sjá hjá austurrískum og frönskum stjórnvöldum sem hafi gengið fram af mikilli hörku gagnvart óbólusettum.

Hann benti á að þeir sem mótmæli aðgerðum yfirvalda séu ekki einsleitur hópur. Margir séu á móti sóttvarnaaðgerðum vegna þeirra frelsisskerðinga sem fylgja þeim, aðrir vegna þeirrar mismununar sem bólusettir og óbólusettir sæti og enn aðrir telji bólusetningar skaðlegar og hallist að samsæriskenningum.

Hann sagði ekki ljóst hvað verði um þessa hópa að faraldrinum loknum. „Popúlistar hafa alltaf nýtt sér samsæriskenningar og jafnvel staðið að dreifingu þeirra. Það er óljóst hvernig þeir muni nýta sér endalok þessa faraldurs sér til framdráttar,“ sagði hann.

Hann sagði einnig að þegar faraldrinum lýkur muni bólusetningarstaða hugsanlega ekki skipta máli og þar með hverfi gjáin á milli bólusettra og óbólusettra en það sé bjartsýn spá og einnig sé hugsanlegt að málin þróist á annan veg. Bólusetningarvottorð geti hugsanlega verið komin til að vera og þá sé kominn jaðarsettur hópur sem eigi minni aðgang að samfélaginu en aðrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Samfylking, Framsókn og Píratar sagðir þreifa fyrir sér um meirihlutamyndun í Reykjavík

Samfylking, Framsókn og Píratar sagðir þreifa fyrir sér um meirihlutamyndun í Reykjavík
Eyjan
Fyrir 4 dögum

VG ætlar ekki í samstarf með fráfarandi meirihluta í borginni

VG ætlar ekki í samstarf með fráfarandi meirihluta í borginni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Það væri ósanngjarnt að nudda Einari Þorsteinssyni upp úr því“

„Það væri ósanngjarnt að nudda Einari Þorsteinssyni upp úr því“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Nefnir fimm ástæður til að reikna með því að Sjálfstæðisflokkur fái meira fylgi á morgun en í könnunum

Nefnir fimm ástæður til að reikna með því að Sjálfstæðisflokkur fái meira fylgi á morgun en í könnunum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum
Framtíð menntunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolbrún segir Sjálfstæðisflokkinn nauðsynlegt afl í íslenskri pólitík – Berst gegn þrúgandi pólitískum rétttrúnaði

Kolbrún segir Sjálfstæðisflokkinn nauðsynlegt afl í íslenskri pólitík – Berst gegn þrúgandi pólitískum rétttrúnaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orrustan um Reykjavíkurflugvöll er hafin

Orrustan um Reykjavíkurflugvöll er hafin