fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Mikil spenna víða um heim – „Það eru ákveðin líkindi með stöðunni sem leiddi til fyrri heimsstyrjaldarinnar“

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 16. janúar 2022 14:40

Kínverskir hermenn en Kínverjar eru ágengir við Taívan þessi misserin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Heimurinn er orðinn hættulegri og löglausari. Það gerist, því miður, á meðan Vesturland virðast glíma við tilvistarkreppu.“ Svona lýsir Wolfgang Ishinger, stjórnandi öryggisráðstefnunnar í München, ástandinu í heiminum núna.

Í byrjun árs komu hann og fleiri sérfræðingar með svartar spár um framtíðina. Þeir sjá stríð og deilur fyrir sér eins langt og auga eygir. Sívaxandi deilur og sérstaklega vaxandi stórveldarígur og deilur á milli Bandaríkjanna og Kína. Samningar um takmarkanir á vopnaeign og vopnasmíði hafa runnið úr gildi eða verið sagt upp.

„Þegar ég horfi á heiminn þá er það eitt sem veldur mér áhyggjum: hættan á stríði. Það eru svo margar harðar deilur og hættan á að eitthvað fari úr böndunum er alltaf til staðar. Það er kannski hætta á að ég hljómi eins og ég sé að gera mikið úr hlutunum: Það eru ákveðin líkindi með stöðunni sem leiddi til fyrri heimsstyrjaldarinnar,“ hefur Jótlandspósturinn eftir Hans-Henrik Holm, prófessor emeritus í alþjóðastjórnmálum.

Vopnasala hefur blómstrað síðustu misseri, stórveldin keppast um að smíða eldflaugar sem geta flogið á margföldum hljóðhraða og borið kjarnorkuvopn. Það eru því blikur á lofti og hættumerki víða.

Má þar nefna deilur um yfirráð yfir Suður-Kínahafi en þar hafa Kínverjar verið ágengir við nágranna sína og krefjast yfirráða yfir hafsvæðinu. Bandaríkin hafa stutt nágrannaríki Kína í þessum deilum bandarísk herskip sigla ítrekað um svæðið til að leggja áherslu á að öllum sé frjáls för um hafsvæðið. Kínverjar mótmæla þessu alltaf. Nú hafa Bretar ákveðið að vera með tvö flugmóðurskip á svæðinu til að auka þrýstinginn á Kína. Alþjóðadómstóllinn í Haag úrskurðaði 2016 Filippseyjum í hag í deilu eyjanna við Kínverja um yfirráð yfir eyjuþyrpingunum Paracel og Spratly. Kínverjar hafa hunsað niðurstöðuna.

Taívanskar F-16 vélar. Mynd: EPA-EFE/RITCHIE B. TONGO

Sjálfstætt Taívan er þyrnir í augum Kínverja sem fara ekki leynt með að þeir eru reiðubúnir til að beita hervaldi til að leggja eyjuna undir sig. Kínverjar gerast sífellt ágengari við eyjuna og herflugvélar rjúfa lofthelgi hennar hvað eftir annað og kínversk herskip sigla nærri henni. Kínverskir hermenn hafa einnig stundað æfingar á landgöngu á svæðum sem líkjast Taívan.

Rússneskir hermenn á æfingu á Krímskaga. Mynd:Getty

Staðan er eldfim á landamærum Úkraínu og Rússlands en Rússar hafa sent um 100.000 hermenn að landamærunum og telja margir að þeir hyggi á innrás. Bandarískir hershöfðingjar hafa sagt að Rússar muni hugsanlega láta til skara skríða í lok janúar. Samtöl forseta landsins hafa ekki dregið úr spennunni. Embættismenn ræða nú saman til að reyna að finna lausn en Rússar hafa sett fram ákveðnar kröfur sem þeir segja að eigi að tryggja öryggi þeirra. Spurningin er hvað Bandaríkin, NATO og ESB eru reiðubúin til að gera. Eins og staðan er núna er ekki líklegt að gengið verði að kröfum Rússa. Ef þeir láta verða af því að ráðast á Úkraínu gæti sú aðgerð snúist í höndunum á þeim. Úkraínski herinn er fjölmennur og ágætlega vopnum búinn og þjóðinni er almennt meinilla við Rússa og almenningur mun snúast til varnar. Þá mun innrás hugsanlega verða til að ýta Finnlandi og Svíþjóð í faðm NATO þar sem ríkin munu sjá að ekki sé hægt að treysta Rússum og þau vilji frekar treysta á stuðning NATO. Það myndi hugnast Rússum illa ef þessi tvö ríki ganga í NATO. Þá er NATO komið alveg upp að rússnesku landamærunum.

Þess utan má nefna óvissa stöðu í Afganistan, Íran og Norður-Kóreu.

Ekki þarf mikið til að allt fari í bál og brand.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki