fbpx
Mánudagur 24.janúar 2022
Eyjan

Heiða Björg sækist áfram eftir öðru sæti

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 11. janúar 2022 17:51

Heiða Björg Hilmisdóttir, Samfylkingin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar og borgarfulltrúi, sækist áfram eftir öðru sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. Hún greinir frá þessu með tilkynningu á Facebook-síðu sinni en  Heiða Björg skipaði sama sæti á  lista Samfylkingarinnar fyrir sveitastjórnarkosningarnar árið 2018.

Tilkynning Heiðu Bjargar:

Reykjavík er stórkostleg borg á fleygiferð inn í framtíðina og það er mikilvægt að við villumst ekki af leið, heldur höldum áfram að nútímavæða og byggja upp mannvæna og góða borg fyrir okkur öll.
Við erum stödd í mesta uppbyggingarskeiði í sögu borgarinnar þar sem verið er að fjölga allskonar íbúðum af því að fólk er allskonar. Við leggjum áherslu á hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk, félagslegt húsnæði og uppbyggingu leiguhúsnæðis sem rekið er án hagnaðarsjónarmiða.
Við höfum sett stefnuna á kolefnishlutlausa borg þar sem Borgarlínan verður meginn drifkrafturinn, þar sem við öll fáum raunhæft val um vistvæna ferðamáta með aðgengilegum almenn­ings­sam­göngum, hjóla- og göngustígum.
Mannréttinda og velferðarmál þurfa að vera rauður þráður við stjórn borgarinnar, markmið okkar er að auka lífsgæði og lýðheilsu og stuðla að því að allir Reykvíkingar eigi kost á að lifa með reisn. Við þurfum líka að klára uppbyggingu leikskólanna til að geta boðið öllum 12 til 18 mánaða börnum leikskólapláss og halda áfram að styrkja alla þjónustu við börn og barnafjölskyldur.
Á næsta kjörtímabili verða þetta megin verkefnin í Velferðarborginni Reykjavík, og það er mikilvægt að það verði undir traustri stjórn jafnaðarfólks.
Ég brenn fyrir samfélagi jafnaðar og jafnréttis, sjálfbærar þróunar og réttlætis, þar sem við öll getum átt gott og heilsusamlegt líf. Velferðarborgin Reykjavík er lykillinn að því að þannig samfélag fái að þróast og dafna á Íslandi. Að því vill ég áfram vinna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Orðið á götunni: Kvennabylting í kortunum í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Kvennabylting í kortunum í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins
EyjanFastir pennar
Í gær

Björn skrifar: Ótrúleg upplifun úr stúkunni í Búdapest – Íslendingar heilluðu alla í höllinni

Björn skrifar: Ótrúleg upplifun úr stúkunni í Búdapest – Íslendingar heilluðu alla í höllinni
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Bjarni kominn heim úr fríinu og skýtur fast á Samfylkinguna – „Ég sé og finn að sumir hafa saknað mín“

Bjarni kominn heim úr fríinu og skýtur fast á Samfylkinguna – „Ég sé og finn að sumir hafa saknað mín“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orri vill leiða framsóknarmenn í Kópavogi

Orri vill leiða framsóknarmenn í Kópavogi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jóhann opinberar innihald bréfs sem ríkisstjórnin fékk en sagði ekki frá

Jóhann opinberar innihald bréfs sem ríkisstjórnin fékk en sagði ekki frá
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ingu Sæland úthúðað í harðorðu bréfi frá reiðum bónda – „Þér er nefnilega sama um fátæka bændur. Þú ert hræsnari“

Ingu Sæland úthúðað í harðorðu bréfi frá reiðum bónda – „Þér er nefnilega sama um fátæka bændur. Þú ert hræsnari“