fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Nýir starfsmenn ráðnir til heilbrigðislausna Origo

Eyjan
Mánudaginn 19. september 2022 21:08

Nýir starfsmenn heilbrigðislausna Origo. Frá vinstri eru Hanna Rut Sigurjónsdóttir, Fannar Hrafn Haraldsson, Þorkell Máni Pétursson, Guðfinna Ýr Róbertsdóttir og Arnar Ólafsson. Á myndina vantar Moaz Salaheldin Mahmoud, Janko Mirkovic og Damjan Vasojevic.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilbrigðislausnir Origo hafa ráðið til sín 8 nýja starfsmenn það sem af er ári. Ráðningarnar eru liður í aukinni áherslu Origo á sviðinu sem nú er orðið sjálfstætt innan fyrirtækisins.

Markmið heilbrigðislausna er að auðvelda störf heilbrigðisstarfsfólks og bæta upplifun skjólstæðinga þeirra. Heilbrigðislausnir hafa verið leiðandi í þróun á fjölbreyttum lausnum síðustu 30 ár og í stefnumótun sviðsins er aukin áhersla lögð á að þróa áfram nýjar og traustar lausnir. Mikil reynsla og sérfræðiþekking í gerð hugbúnaðarlausna fyrir heilbrigðiskerfið er innan sviðsins en þar starfa yfir 60 sérfræðingar með fjölbreyttan bakgrunn og munu þessar nýju ráðningar styrkja vinnu heilbrigðislausna enn frekar.

Guðfinna Ýr Róbertsdóttir var ráðinn inn í byrjun árs sem viðmótshönnuður og heldur hún utan um hönnunarteymi heilbrigðislausna. Guðfinna Ýr er með BA í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands og MA í stafrænni hönnun frá Oakville í Kanada. Hún er með yfir 20 ára reynslu af hönnun bæði á hugbúnaði og fyrir auglýsingastofur, ásamt að hafa unnið fjölda verðlauna í gegnum árin fyrir hönnun sína.

Þorkell Máni Pétursson var ráðinn inn sem hugbúnaðarprófari og kemur frá Side Kick Health. Þorkell Máni er með BA próf í sálfræði og heimspeki og M.Sc. í umhverfisfræði. Hann hefur mikla reynslu af hugbúnaðarprófun og þekkir umhverfi heilbrigðislausna vel.

Hanna Rut Sigurjónsdóttir hefur verið ráðin viðskiptastjóri heilbrigðislausna og er með B.Sc í hjúkrunarfræði. Hún hefur reynslu af störfum bæði innan Landspítalans og heilsugæslunnar og kemur með dýrmæta þekkingu inn í teymið.

Arnar Ólafsson og Fannar Hrafn Haraldsson voru ráðnir inn sem hugbúnaðarsérfræðingar í fjölbreytt störf innan sviðsins. Arnar útskrifaðist í vor úr tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík og skrifaði lokaverkefni sitt í samstarfi við Origo. Fannar er að klára B.S gráðu í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík og starfar hjá heilbrigðislausnum samhliða námi.

Moaz Salaheldin Mahmoud er búsettur á Eskifirði og er með 20 ára reynslu af forritun í fjölbreyttum verkefnum. Janko Mirkovic og Damjan Vasojevic komu til liðs við skrifstofu Origo í Serbíu og styrkja heilbrigðislausna teymið þar með sinni reynslu og þekkingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins