fbpx
Laugardagur 04.febrúar 2023
Eyjan

Andrea ráðin til Fossa

Eyjan
Fimmtudaginn 15. september 2022 15:22

Andrea Björnsdóttir Mynd/Aldís Pálsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fossar fjárfestingarbanki hafa ráðið Andreu Björnsdóttur í starf forstöðumanns á skrifstofu forstjóra. Andrea, sem hefur störf í dag 15. september, kemur til Fossa frá Bank of America í Lundúnum þar sem hún starfaði tímabundið á fjárfestingarbankasviði í framhaldi af útskrift frá London Business School. Áður starfaði hún í fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka og áhættustýringu frá árinu 2018.

Andrea er með BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og meistaragráðu í fjármálum frá London Business School. Auk þess hefur Andrea lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Fossar þjónusta innlenda og erlenda fjárfesta á sviði markaðsviðskipta, fyrirtækjaráðgjafar og eignastýringar. Nýlega fékk félagið starfsleyfi sem fjárfestingarbanki frá fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. Helstu verkefni Andreu munu snúa að því umbreytingarferli sem fylgir nýju starfsleyfi. Meðal annars felast þau í verkefnastjórnun í tengslum við breytingar á innviðum bankans ásamt vinnu við sértæk verkefni sem snúa að viðskiptaþróun félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Gera alvarlegar athugasemdir við inngrip ríkissáttasemjara

Gera alvarlegar athugasemdir við inngrip ríkissáttasemjara
Eyjan
Fyrir 1 viku

Arndís gagnrýnir Dani fyrir að hleypa ekki konum sem gengu til liðs við ISIS aftur inn í landið

Arndís gagnrýnir Dani fyrir að hleypa ekki konum sem gengu til liðs við ISIS aftur inn í landið