fbpx
Þriðjudagur 21.júní 2022
Eyjan

„Það væri ósanngjarnt að nudda Einari Þorsteinssyni upp úr því“

Eyjan
Föstudaginn 13. maí 2022 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, furðar sig á því að oddviti Framsóknar í borginni, Einar Þorsteinsson, kenni núverandi meirihluta í borgarstjórn um „allt sem miður fer í húsnæðismálum á Íslandi“.  Hann ritar um þetta grein sem birtist hjá Vísi í dag.

„Einhvern veginn virðist það hafa farið fram hjá honum hvaða flokkur það er sem hefur farið með húsnæðismálin í ríkisstjórn nær óslitið síðan 2013 og mótað húsnæðisstefnu íslenskra stjórnvalda. Það er Framsóknarflokkurinn,“ skrifar Jóhann Páll.

Jóhann segir Einar skauta framhjá því hlutverki sem Framsókn hefur sögulega spilað í húsnæðismarkaðinum.

„Það væri ósanngjarnt að nudda Einari Þorsteinssyni upp úr því hvernig Framsókn lagði niður verkamannabústaðakerfið um aldamótin, hvernig flokkurinn blés í húsnæðisbólu með 90% lánum og rústaði Íbúðalánasjóði. En þegar fjallað er um stöðuna á húsnæðismarkaði í dag verður hins vegar að halda til haga ábyrgð Framsóknarflokksins sem stefnumótandi afls í ríkisstjórn síðastliðinn áratug.“

Síðastliðinn áratug hafi átt sér stað eðlisbreyting í húsnæðisstuðningi og nú sé honum beint í vaxandi mæli til tekjuhæstu heimilanna í formi skattafsláttar.

„Um leið hafa frumskógarlögmál ríkt á fasteigna- og leigumarkaði og stjórnvöld einkum gripið til aðgerða á eftirspurnarhliðinni frekar en framboðshliðinni með tilheyrandi verðþrýstingi. Þá líða nú leigjendur fyrir það að ríkisstjórnin sem Framsóknarflokkurinn á aðild að hirðir ekki um um að efna loforð um réttarbætur fyrir leigjendur sem gefin voru við undirritun lífskjarasamningsins árið 2019.“

Reykjavíkurborg undir forystu jafnaðarmanna hafi gert sitt besta til að vega upp á móti þessari þróun. Svo sem með „metuppbyggingu“ íbúðarhúsnæðis og „metúthlutun“ lóða. Fleiri íbúðir séu í byggingu í Reykjavík en í öllum öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu til samans og þar af hafi Reykjavík lagt áherslu á að góður hluti uppbyggingarinnar sé á félagslegum forsendum.

„Niðurstaðan er sú að 4 af hverjum 5 íbúðum í almenna íbúðakerfinu rísa í Reykjavík þótt í Reykjavík búi bara rúmlega þriðjungur Íslendinga.“

Jóhann segir að Framsókn í borginni heiti því nú að byggðar verði fleiri almennar íbúðir í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög. Á sama tíma sé ríkisstjórn Framsóknarflokks að skera niður stofnframlög ríkisins til óhagnaðardrifinnar íbúðauppbyggingar og þannig sé framkallaður samdráttur í framboði á félagslegu húsnæði.

„Þá virðist formaður Framsóknarflokksins og húsnæðismálaráðherra ætla að leggjast fyrir vinnuvélarnar í Nýja Skerjafirði og koma í veg uppbyggingu mörghundruð nýrra íbúða. Allt rímar þetta illa við hugmyndina um Framsóknarflokkinn sem lausnina á húsnæðisvanda höfuðborgarsvæðisins. Kjósendur hljóta að sjá í gegnum slíkt.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir fólk tapa peningum á því að nýta sér fasteignasala og hvetur fólk til að selja sjálft – „Það er komið nóg af þessari vitleysu“

Segir fólk tapa peningum á því að nýta sér fasteignasala og hvetur fólk til að selja sjálft – „Það er komið nóg af þessari vitleysu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Nýr bæjarstjóri Kópavogs á ofurlaunum – „Þetta er ROSALEGA mikill akstur“

Nýr bæjarstjóri Kópavogs á ofurlaunum – „Þetta er ROSALEGA mikill akstur“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
„Þú líka Brútus“
Eyjan
Fyrir 1 viku

104% hækkun húsaleigu á 10 árum – Aðeins 15% hækkun á meginlandi Evrópu á sama tíma segir Guðmundur

104% hækkun húsaleigu á 10 árum – Aðeins 15% hækkun á meginlandi Evrópu á sama tíma segir Guðmundur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur tók upp vasaúr og greindi frá 30 afrekum ríkisstjórnarinnar – „Plastpokar voru bannaðir, plaströr og áhöld“

Sigmundur tók upp vasaúr og greindi frá 30 afrekum ríkisstjórnarinnar – „Plastpokar voru bannaðir, plaströr og áhöld“