fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Nefnir fimm ástæður til að reikna með því að Sjálfstæðisflokkur fái meira fylgi á morgun en í könnunum

Eyjan
Föstudaginn 13. maí 2022 19:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki hafa horfurnar fyrir kjörtdag alltaf verið góðar fyrir Sjálfstæðisflokkinn í borginni í skoðanakönnunum undanfarnar vikur. Í nýlegri könnun sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið mældist Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík með aðeins 16,2 prósenta fylgi en niðurstöður þeirrar könnunar birtust á þriðjudag.

Á miðvikudag birtust svo niðurstöður könnunar sem fréttastofa Stöðvar 2 fékk Maskínu til að gera fyrir sig og mældist Sjálfstæðisflokkur  þar með 21,8 prósent fylgi, mun meira fylgi heldur en í könnun Prósent en þó mun minna fylgi en flokkurinn fékk í síðustu borgarstjórnarkosningum þegar flokkurinn fékk tæp 31 prósent atkvæða.

Hafa því margir spáð því að Sjálfstæðisflokkurinn endi með færri borgarfulltrúa næsta kjörtímabil heldur en áður. Hafsteinn Einarsson, doktorsnemi og stjórnmálafræðingur, telur þó að kannanir endurspegli ekki þær niðurstöður sem munu koma upp úr kjörkössunum á morgun. Fyrir þeirri fullyrðingu nefnir hann fimm ástæður sem hann fer yfir á Twitter.

Hafsteinn veitti DV leyfi til að deila færslunni.

„Fimm ástæður til að gera ráð fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái meira fylgi í borgarstjórnarkosningunum en kannanir gefa til kynna,“ skrifar Hafsteinn.

Sjálfstæðisflokkurinn vanmetinn fyrir Alþingiskosningar

Nefnir Hafsteinn að hann hafi bent á fyrir Alþingiskosningar að Sjálfstæðisflokkur hafi verið vanmetinn um 2-3 prósent í könnunum á landsvísu í kosningunum 2016 og 2017. Þetta hafi ekki breyst í kosningunum í haust þar sem Sjálfstæðisflokkur var enn einu sinni vanmetinn og stundum verulega.

Vanmetinn í síðustu borgarstjórnarkosningum

Hafsteinn segir að sömu skekkjur geti átt við í borginni. Þar hafi Sjálfstæðisflokkur jafnvel verið vanmetinn um 3,5 prósent sem samsvari um einum borgarfulltrúa.

Hvers vegna þetta vanmat?

Hafsteinn vísar til sambærilegrar umfjöllunar sem hann gerði í tilefni að Alþingiskosningunum í september. Þar rak hann að miðað við kannanir fyrir kosningarnar 2017 séu hægri flokkar séu líklegri til að vera vanmetnir á meðan flokkar á borð við Samfylkinguna og Pírata séu ofmetnir.

Eins spili þar inn munur á kjörsókn eftir aldri. Kannanir reikni með jafnri þátttöku allra hópa en raunin sé þó önnur. Til dæmis sé unga fólkið, sem styður Pírata til dæmis, ólíklegt til að mæta og kjósa.

Svo spili þar einnig hlutverk svonefnd svarendaskekkja, þ.e. að hópurinn sem tekur þátt í könnum sé ólíkur þeim hópi sem tekur þátt. Til dæmis sé eldra fólk líklegra en ungt fólk til að svara slíkum könnunum og geti það skekkt niðurstöður. Þeir sem svari könnunum séu líklega oft líklegri til að hafa áhuga á stjórnmálum en aðrir.

Neikvæð umræða getur haft áhrif

Önnur ástæða fyrir slæmu gengi í könnunum að mati Hafsteins er sú að þegar neikvæð umræða hefur verið í kringum flokk þá séu stuðningsmenn hans ólíklegri til að taka þátt í könnunum. Nú hafi umræðan um Íslandsbankasöluna verið mjög hávær og þar hart deilt á Sjálfstæðismenn.

„Stuðningsfólk XD gæti verið tímabundið ólíklegra til að svara könnunum vegna umræðunnar undanfarnar vikur. En er það nóg til að skila sér ekki á kjörstað/kjósa annan flokk? Kemur í ljós.“

Er þetta líklegt?

Að lokum nefnir Hafsteinn könnunina sem Prósent gerði fyrri Fréttablaðið þar sem Sjálfstæðisflokkurinn mældist með aðeins um 16 prósenta fylgi. Þetta sé mjög frábrugðið bæði reynslu og væntingum og því þurfi menn að spyrja sig hvort slík útkoma sé virkilega líkleg.

„Ef einhver byði upp á veðmál um að XD fengi 16% á laugardaginn myndi ég leggja aleiguna undir? Ekki séns.“

Hafsteinn segir þó ljóst að Sjálfstæðisflokknum gangi illa, en þó varla svona illa.

„Ólíklegt að XD nái að mynda meirihluta, en núverandi meirihluti er að sama skapi í mikilli hættu. Þetta verður spennandi.“

Hafsteinn segir að kannanir séu ekki fullkomnar og muni aldrei spá alveg fyrir um úrslit. Þó sé hægt að vinna í því að lágmarka skekkjurnar en fyrirtæki sem framkvæmi kannanir geri það misvel.

Fyrir áhugasama má hér lesa áðurnefnda Twitter-þráðinn sem Hafsteinn birti fyrir Alþingiskosningarnar síðasta haust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Dulbúinn kaupauki: Sérréttindi opinberra starfsmanna 

Dulbúinn kaupauki: Sérréttindi opinberra starfsmanna 
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Óheilindamaðurinn Bjarni Ben

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Óheilindamaðurinn Bjarni Ben