fbpx
Miðvikudagur 06.júlí 2022
Eyjan

Davíð kemur Bjarna til varnar

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 22. janúar 2022 13:45

Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Tals­menn stjórn­ar­and­stöðu fundu að því á dög­un­um að fjár­málaráðherr­ann hafi verið í fríi þegar mál sem und­ir hann heyrðu voru tek­in til umræðu. Varð ekki bet­ur séð en að þau lægju ljós fyr­ir. Reyndu fyrr­nefnd­ir að gera nokk­urt mál úr þess­um söknuði, sem bend­ir til að þeir hafi ekki úr miklu öðru að moða.“

Svona hefst Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins sem kom út í dag en í því er fjallað um fjarveru Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á Alþingi í vikunni. Bréfið er ekki merkt neinum höfundi en Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, kemur því skýrt til skila snemma í bréfinu að það sé hann sem heldur á pennanum. Davíð segir það eðlilegt að Bjarni fari í frí á þessum tíma.

„Frá tíð bréf­rit­ara í for­sæt­is­ráðherra­stóli minn­ist hann þess að fjár­málaráðherr­ar hafi iðulega reynt að finna sér smugu í fá­ein­ar vik­ur til að taka sér frí í janú­ar. Aðrir ráðherr­ar sótt­ust sjaldn­ast eft­ir fríi á þeim tíma, ætluðu þeir og áttu inni að hvíla sig með fjöl­skyldu heima eða er­lend­is. Þeir vildu, eins og flest­ir, fá að skjót­ast úr hinu dag­lega puði þegar veður var hag­an­legra hannað fyr­ir stutt­bux­ur og bol, hvort sem það var heima eða er­lend­is.“

Davíð segir að ástæðan fyrir þessari sérvisku fjármálaráðherranna sé skiljanleg þegar horft er út frá þeirra sjónarhorni. „Eng­inn einn ráðherra hef­ur verið með annað eins starfs­efni mánuðina á und­an. Þeir eru á sinni vertíð, og í mokstri. Fyrst við und­ir­bún­ing fjár­laga, síðan við kynn­ingu þeirra inn á við og tryggja sam­stöðu og sátt og síðan út á við fyr­ir al­menn­ing, hags­munaaðila og stjórn­ar­and­stöðu,“ segir hann.

„Og við þau kafla­skil er iðulega farið í þre­falt maraþonþref við að „koma þeim í gegn“. Fjár­málaráðherr­ann, hver sem hann var, á hverj­um tíma, komst ekki hjá því að vera nán­ast orðinn al­fræðirit um allt sem að frum­varp­inu laut og gat að auki lýst þeim áhrifum sem það myndi hafa eða kynni að hafa, á þróun efna­hags­mála þjóðarbús­ins, fjár­mál heim­ila og ein­stak­linga, stöðu fyrirtækja í land­inu og stöðug­leika gjald­miðils­ins.“

„Flestir sæmi­leg­ir menn forðuðust að vera með ónot að óþörfu“

Davíð segist iðulega hafa gegnt starfi fjármálaráðherra í einhverjar vikur í janúarmánuðum þeirra ára er hann var í ríkisstjórn. „Það var ekki mik­il byrði af því, af fram­an­greind­um ástæðum. Staðgeng­ill­inn sást ekki meira en vant er í fjár­málaráðuneyt­inu á þeim tíma, en þaðan komu ráðuneyt­is­stjóri eða aðrir lyk­il­starfs­menn yfir í for­sæt­is­ráðuneytið ef þurfti, sem var ekki oft, hvort sem það var til að svara fyr­ir eitt­hvert mál í þing­inu, sem sjaldn­ast var stór­mál, eða und­ir­rita skjöl, bréf eða önn­ur er­indi sem máttu síður eða ekki bíða heim­komu ráðherr­ans sjálfs,“ segir hann.

Fjarvera Bjarna olli nokkru fjaðrafoki hjá þingmönnum stjórnarandstöðunnar í vikunni, Davíð segir þá „tilraun til upphlaups“ hafa farið fyrir lítið.

„Þess má geta í fram­hjá­hlaupi að fjár­málaráðherr­ann var auðvitað áfram fjár­málaráðherra, þótt sam­ráðherra gegndi fyr­ir hann á heima­slóð, og hann gat því átt það til að svara spurn­ing­um fjöl­miðlamanna eða annarra úr fríi sínu, marg­verðskulduðu, þótt flestir sæmi­leg­ir menn forðuðust að vera með ónot að óþörfu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Afhjúpuðu áður óþekkta áætlun Trump um hvernig hann gæti haldið völdum eftir kosningaósigurinn

Afhjúpuðu áður óþekkta áætlun Trump um hvernig hann gæti haldið völdum eftir kosningaósigurinn
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Sigyn ráðin framkvæmdastjóri hugbúnaðarþróunar hjá Empower

Sigyn ráðin framkvæmdastjóri hugbúnaðarþróunar hjá Empower
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ivanka segir að mikill æsingur hafi verið í samtalinu

Ivanka segir að mikill æsingur hafi verið í samtalinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar – Framleiðslan er grundvöllur allra lífsgæða

Björn Jón skrifar – Framleiðslan er grundvöllur allra lífsgæða
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur vill Loga burt og Kristrúnu á toppinn – „Eina manneskjan sem þeir vilja ekki sem formann“

Össur vill Loga burt og Kristrúnu á toppinn – „Eina manneskjan sem þeir vilja ekki sem formann“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Segir fólk tapa peningum á því að nýta sér fasteignasala og hvetur fólk til að selja sjálft – „Það er komið nóg af þessari vitleysu“

Segir fólk tapa peningum á því að nýta sér fasteignasala og hvetur fólk til að selja sjálft – „Það er komið nóg af þessari vitleysu“