fbpx
Föstudagur 24.júní 2022
Eyjan

Rannsaka meint kosningasvindl Donald Trump

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 21. janúar 2022 06:04

Trump er til rannsóknar vegna meints kosningasvindls.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Saksóknari í Georgíu í Bandaríkjunum hefur farið fram á það við sérstakan kviðdóm (Grand jury) að hann aðstoði við rannsókn á meintu kosningasvindli Donald Trump, fyrrum forseta, í ríkinu. Hefur saksóknarinn, Fani Willis, beðið kviðdóminn um aðstoð við rannsókn málsins.

Grand jury kveður ekki upp dóma í málum, heldur gegnir hann því hlutverki að aðstoða við rannsókn mála og tekur afstöðu til hvort nægilegra gagna hafi verið aflað til að fara með mál fyrir dóm.

Willis hefur beðið kviðdóminn um að gefa út stefnur á hendur vitnum í málinu. Rannsóknin snýst um tilraunir Trump til að hafa áhrif á niðurstöður forsetakosninganna í ríkinu í nóvember 2020.

Í bréfi sem Willis sendi yfirdómara Fulton County segir að mörg vitni málsins hafi neitað allri samvinnu við saksóknara nema þeim verði stefnt til þess af kviðdómi og þess vegna er leitað eftir aðstoð kviðdómsins.

Þessi rannsókn er alvarlegasta rannsóknin sem beinist að Trump í Georgíu eftir að skýrt var frá því að hann hefði hringt í innanríkisráðherra ríkisins, Brad Raffensperger, og flokksbróður sinn þann 2. janúar á síðasta ári og beðið hann um að finna „fleiri“ atkvæði fyrir sig.

Í bréfinu segir Willis að Raffensperger, sem hún segir vera mjög mikilvægt vitni, hafi gefið til kynna að hann muni aðeins taka þátt í rannsókninni ef honum verður stefnt til þess af kviðdómi.

Sérfræðingar á lagasviði telja að Trump geti hafa brotið minnst þrjú ákvæði í kosningalögum Georgíu með símtalinu. Hann hafi hugsanlega gerst sekur um samsæri um að fremja kosningasvindl, hann hafi beðið annan um að fremja kosningasvindl og hafi vísvitandi blandað sér í framkvæmd kosninga. Refsing við brotum af þessu tagi getur varðað sektum eða fangelsi.

Joe Biden sigraði Trump með 11.779 atkvæða mun í Georgíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Diljá Mist vill meira af „harða hægrinu“

Diljá Mist vill meira af „harða hægrinu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrún segir að VG geti ekki stimplað sig út af náttúruverndarvaktinni þó að flokkurinn sé í stjórnarsamstarfi

Kolbrún segir að VG geti ekki stimplað sig út af náttúruverndarvaktinni þó að flokkurinn sé í stjórnarsamstarfi