fbpx
Sunnudagur 05.febrúar 2023
Eyjan

Skúli Helgason býður sig fram í 3. sæti

Erla Hlynsdóttir
Þriðjudaginn 11. janúar 2022 08:19

Skúli Helgason. aðsend mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, býðir sig fram í 3. sæti á lista flokksins í Reykjavík fyrir komandi sveitastjórnarkosningar.

Framboðsyfirlýsing Skúla:

Nú eru borgarstjórnarkosningar framundan og við í Samfylkingunni munum brátt velja forystusveit okkar jafnaðarmanna sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur leitt farsællega undanfarin ár. Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til endurkjörs og óska eftir stuðningi til að skipa áfram 3. sætið á listanum. Ég legg fram reynslu mína, þekkingu og brennandi áhuga á menntun og velferð barna og ungmenna að ógleymdum grænum áherslum í skipulagi, atvinnumálum og samgöngum.

Jöfn tækifæri og jafnrétti til náms hafa verið rauður þráður í öllum mínum störfum í stjórnmálum – alveg frá því að ég tók fyrstu slagina í Röskvu, seinna sem formaður menntamálanefndar Alþingis og nú síðustu átta árin sem formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur.

NÝ MENNTASTEFNA INNLEIDD

Samþykkt og innleiðing á nýrri menntastefnu Reykjavíkur hefur verið eitt af stóru verkefnunum á kjörtímabilinu. Kjarni hennar er áherslan á fimm hæfniþætti sem við viljum styrkja hjá öllum börnum: félagsfærni, sjálfseflingu, heilbrigði, sköpun og læsi. Hugsjónin er sú að gefa hverju einasta barni tækifæri til að rækta styrkleika sína og láta draumana rætast á eigin forsendum. Menntastefnan hefur vakið verðskuldaða athygli innanlands sem utan og er mikilvægt að halda ótrauð áfram farsælli innleiðingu hennar með kröftugum stuðningi við nýsköpunar- og skólaþróunarverkefni í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi.

BÆTTAR STARFSAÐSTÆÐUR OG FJÖLGUN LEIKSKÓLAPLÁSSA

Á sama tíma og við höfum lækkað inntökualdur í leikskólana höfum við fjölgað plássum til að geta á allra næstu árum boðið börnum í leikskóla allt frá 12 mánaða aldri. Á þessu ári munum við bjóða a.m.k. 600 börnum til viðbótar í leikskóla borgarinnar. Það er meiri fjölgun en sést hefur í marga áratugi. Ég hef sérstaklega barist fyrir því að bæta kjör og starfsaðstæður í skólum og frístundastarfi og höfum við varið meira en 5 milljörðum til þess á kjörtímabilinu.  

BETRI BORG FYRIR BÖRN

Við Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs höfum leitt vinnu ásamt sviðsstjórum á skóla- og frístundasviði og velferðarsviði við að auka verulega samstarf þessara sviða undir merkjunum Betri borg fyrir börn til að tryggja barnafjölskyldum betri stuðningsþjónustu við börn og ungmenni í öllum hverfum borgarinnar. Við erum að færa mannafla og ábyrgð út í hverfin til að geta veitt þjónustuna í nærumhverfi barnanna. Ein birtingarmynd þess að menntamálum borgarinnar er stjórnað í anda jafnaðarstefnu er svo aukning upp á 1,5 milljarð í fjárframlög til grunnskólanna á þessu ári, sem fer í að auka og bæta þjónustu við nemendur. Auk þess innleiðum við nú nýtt fjármögnunarlíkan sem tekur meira mið af félagslegum aðstæðum við úthlutun á fjármagni til grunnskóla.

JÖFNUÐUR MIKILVÆGARI EN NOKKRU SINNI

Á næsta kjörtímabili vil ég beita mér áfram fyrir því að við jöfnum aðstöðumun barna og styðjum enn betur við þau sem standa höllum fæti í samfélaginu, svo sem vegna efnahags foreldra, uppruna, fötlunar, hvers kyns námserfiðleika, hegðunar eða annarra félagslegra aðstæðna. Mér er sérstaklega annt um að við hugum enn betur að börnum í viðkvæmri stöðu nú á tímum heimsfaraldurs sem veldur auknu álagi í skólasamfélaginu og á heimilum. Þar vil ég setja í forgang stuðning á sviði geðræktar til að stuðla að heilbrigði og vellíðan barna og ungmenna. Börnum verður að líða vel svo þau geti staðið sig vel í skólanum og geðrækt þurfum við að auka frá fyrstu skólastigum. 

GRÆN BORG

Loks vil ég beita mér fyrir því að Reykjavíkurborg verði áfram í fararbroddi á Íslandi þegar kemur að grænum fjárfestingum og þýðingarmiklum aðgerðum í loftslagsmálum. Sem dæmi vil ég halda áfram að leiða vinnu við rafvæðingu Faxaflóahafna og vitundarvakningu um loftslagsmálum í grunnskólum, sem við höfum nýlega sett af stað í samstarfi við félagasamtök, fyrirtæki borgarinnar og aðrar borgir í Evrópu.

FLOKKSVAL FRAMUNDAN

Menntamál eru lykilmálaflokkur fyrir jafnaðarmenn enda erum við stolt af því að verja helmingi útgjalda borgarinnar til skóla- og frístundastarfs. Þar leggjum við bestan grunn að sterku jafnaðarsamfélagi. Ég býð fram krafta mína og reynslu til þess að fylgja eftir góðum árangri undanfarinna ára og óska því eftir stuðningi til að skipa áfram 3. sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í borgarstjórnarkosningum í vor.

Flokksval Samfylkingarinnar í Reykjavík fer fram dagana 12. – 13 febrúar næstkomandi og er opið öllum skráðum félögum og stuðningsfólki flokksins. Næstu daga og vikur mun ég kynna frekar störf mín og áherslumál. Næstu daga og vikur mun ég kynna frekar störf mín og áherslumál og taka virkan þátt í baráttu Samfylkingarinnar fyrir endurnýjuðu meirihlutasamstarfi í borginni undir forystu jafnaðarmanna.

Skúli Helgason borgarfulltrúi, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur og formaður stjórnar Faxaflóahafna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

BÍ segir sig úr Alþjóðasambandi blaðamanna – „Ekki auðveld ákvörðun“

BÍ segir sig úr Alþjóðasambandi blaðamanna – „Ekki auðveld ákvörðun“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Árni stýrir Orku náttúrunnar

Árni stýrir Orku náttúrunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vísa ávirðingum Eflingar „til föðurhúsanna“ – Beita hvorki þrýstingi né hótunum

Vísa ávirðingum Eflingar „til föðurhúsanna“ – Beita hvorki þrýstingi né hótunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Arnar Már skipaður ferðamálastjóri

Arnar Már skipaður ferðamálastjóri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Efling hafnar lögmæti miðlunartillögunnar og fordæmir vinnubrögð ríkissáttasemjara

Efling hafnar lögmæti miðlunartillögunnar og fordæmir vinnubrögð ríkissáttasemjara
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ríkissáttasemjari grípur fram fyrir hendur Eflingar og leggur miðlunartillögu í dóm félagsmanna

Ríkissáttasemjari grípur fram fyrir hendur Eflingar og leggur miðlunartillögu í dóm félagsmanna