fbpx
Laugardagur 25.september 2021
Eyjan

Athugasemd Glúms vekur óhug: Þakklátur fyrir að vera ekki sakaður um kynferðislegt áreiti – „Þurfum við bara að sætta okkur við þetta ógeð?“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 3. september 2021 10:49

Skjáskot/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glúmur Baldvinsson, frambjóðandi Frjálslynda lýðræðisflokksins í komandi alþingiskosningum, hefur vakið mikla athygli síðan hann mætti í framboðsþátt RÚV um daginn. Netverjar héldu að Glúmur hefði verið undir áhrifum í þættinum en Glúmur þvertók fyrir það í samtali við DV og sagði að hann væri bindindismaður.

Lítið hefur farið fyrir kosningabaráttu Frjálslynda lýðræðisflokksins miðað við aðra flokka. Þó virðist vera sem Glúmur sé með lítin hóp af tryggum fylgjendum ef marka má viðbrögð við færslum hans á Facebook.

„Leiðinlegri þætti hef ég aldrei áður þurft að standa af mér“

Glúmur birti færslu á Facebook-síðu sinni eftir framboðsþáttinn sem féll í kramið hjá fylgjendum hans. Í færslunni fer hann yfir þáttinn. „Svo óheppilega vildi til að í bæði skiptin mætti ég alsgáður og edrú. Það hefði ég aldrei átt að gera því leiðinlegri þætti hef ég aldrei áður þurft að standa af mér,“ segir hann í upphafi fæslunnar og fer svo yfir það hvernig frambjóðendur hinna flokkanna komu fyrir.

Hann segir að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins hafi tekið sér best. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, kom honum á óvart með því að vera viðkunnalegur en Glúmur var ósáttur með það hvernig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, og Gunnar Smári Egilsson, formaður Sósíalistaflokksins komu fram við hann.

„Þorgerður tók mér með kulda og Sunna þessi virti mig ekki viðlits. Heilsaði ekki einu sinni. Smári minn gamli ritstjsóri heilsaði ekki þrátt fyrir að við höfum þekkst í tæp 30 ár.“

„Þurfum við bara að sætta okkur við þetta ógeð?“

Vinir Glúms hafa gaman að færslu hans og keppast við að hrósa honum í athugasemdum við færsluna. Þrátt fyrir að ólíklegt sé að Glúmur komist inn á þing þá er ljóst að Frjálsi lýðræðisflokkurinn muni fá einhver atkvæði vegna veru hans í flokknum. „Það er staðfest að þú færð mitt atkvæði fyrir að vera orðheppin og skemmtilegur jafnvel svona bláedrú,“ segir til að mynda einn vinur hans í athugasemd við færsluna.

En það er þó ekki sú athugasemd sem hefur vakið mesta athygli. Glúmur birtir nefnilega sjálfur athugasemd við færsluna sína sem hefur vakið þó nokkra athygli. „Sem betur fer var ég ekki sakaður um að áreita Sunnu og aðrar konur þarna kynferðislega. Þá fyrst hefði fjandinn orðið laus,“ skrifaði Glúmur en 23 vinir hans höfðu gaman að þeirri athugasemd.

Ekki höfðu þó allir gaman að athugasemdinni en hún hefur meðal annars verið gagnrýnd á samfélagsmiðlinum Twitter. „Eru bara engin mörk fyrir hvað frambjóðendur mega vera mikil ógeð? Nei í alvörunni. Þurfum við bara að sætta okkur við þetta ógeð?“ spyr til að mynda kona nokkur í færslu sem hún birti á Twitter-síðu sinni. „Þvílíkur vibbi,“ skrifar síðan maður nokkur í athugasemd við færslu konunnar og lætur fylgja tjákn (e. emoji) af ælukalli.

Þórhildur Sunna hefur einnig tjáð sig um orð Glúms en hún gerir það í færslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni. „Einhverra hluta vegna virðist Glúmur ekki muna að ég heilsaði honum,“ segir hún í færslunni. „Annars hefur maðurinn ekki þægilega nærveru svo ég lét þar við sitja. Kannski eins gott bara.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Ernir spáir E-flokknum sigri í kosningunum á laugardaginn

Sigmundur Ernir spáir E-flokknum sigri í kosningunum á laugardaginn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Harka færist í kosningabaráttuna: Kosningastjóri VG og þingmaður Samfylkingarinnar í hár saman – „Ótrúlega ósmekklegt“

Harka færist í kosningabaráttuna: Kosningastjóri VG og þingmaður Samfylkingarinnar í hár saman – „Ótrúlega ósmekklegt“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bogi segir gjörbyltingu að opnað verði fyrir ferðalög til Bandaríkjanna

Bogi segir gjörbyltingu að opnað verði fyrir ferðalög til Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir Katrínu vera að eyðileggja landið og íslamsvæða þjóðina – Spyr hvort engar vitsmunakröfur séu gerðar til Alþingismanna

Segir Katrínu vera að eyðileggja landið og íslamsvæða þjóðina – Spyr hvort engar vitsmunakröfur séu gerðar til Alþingismanna