fbpx
Þriðjudagur 19.október 2021
Eyjan

Svik og vonbrigði í boði óhæfra embættismanna – Traustinu er ógnað

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 29. september 2021 11:00

Aðalheiður Ámundadóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalheiður Ámundadóttir, fréttastjóri Fréttablaðsins, er harðorð í leiðara blaðsins í dag, þar sem hún fjallar um talningaklúðrið í Norðvesturkjördæmi.

„Óhæfir embættismenn hafa ekki aðeins teflt nýafstöðnum þingkosningum í tvísýnu með framkvæmd talningar sem flestir virðast sammála um að ekki hafi farið fram lögum samkvæmt, heldur hafa þeir brugðist þannig við í eftirleiknum að trausti okkar sem byggjum samfélagið á undirstöðunum er ógnað,“ segir hún.

Þá gerir hún viðbrögð formanns yfirkjörstjórnar á svæðinu, Inga Tryggvasonar, að sérstöku um talsefni en svör hans vegna málsins hafa verið afar sérstæð.

„Í viðtölum við fjölmiðla hefur formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi ekki legið á skoðun sinni um eigin heilindi og skaðleysi vinnubragðanna fyrir vestan, heldur bætt í með framúrstefnulegum hugmyndum um lögmæti mistaka. Yfirlýsingar hans í fjölmiðlum hafa lítið annað gert en að rugla kjósendur og flækja enn frekar líf frambjóðenda sem vita ekki enn þá hvort þeir hafa hlotið kjör sem alþingismenn á fjórða degi eftir kosningar,“ segir Aðalheiður.

Hún telur að lögreglustjórinn á Vestfjörðum ekki skynja hversu mikilvægt er að kjósendur fái upplýsingar um hvað embættismenn og stofnanir ætla að gera til að standa vörð um lýðræðið.

„Fréttablaðið hefur ítrekað reynt að afla hjá honum upplýsinga um kæru endurtalningar í Norðvesturkjördæmi, hvort teknar verði skýrslur af vitnum, hvort upptaka úr öryggismyndavélum verði aflað, hvort rannsókn sé hafin, hvort hún sé í forgangi og hvenær eigi að ljúka henni.“

Þá telur Aðalheiður að afleiðingarnar geti verið alvarlegar. „Fjölmennasti kjósendahópurinn að margra mati, sem mætti á kjörstað til að verja atkvæði sínu í þágu stöðugleika í samfélaginu eftir pólitískan óróa undanfarinn áratug, hefur líklega aldrei upplifað annan eins hraða á svikum og vonbrigðum eftir kosningar,“ segir hún.

Leiðarann í heild sinni má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví tekur upp hanskann fyrir Birgi – „Auðvitað hefur Birgir rétt til þess að hætta í Miðflokknum núna“

Björn Leví tekur upp hanskann fyrir Birgi – „Auðvitað hefur Birgir rétt til þess að hætta í Miðflokknum núna“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir með hnút í maganum og hræddur – „Eftir þetta var andrúmsloftið mjög rafmagnað”

Birgir með hnút í maganum og hræddur – „Eftir þetta var andrúmsloftið mjög rafmagnað”
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sum sveitarfélög varla sjálfbær vegna kostnaðar við þjónustu við fatlaða – Launakostnaður ein helsta ógnin við fjármálin

Sum sveitarfélög varla sjálfbær vegna kostnaðar við þjónustu við fatlaða – Launakostnaður ein helsta ógnin við fjármálin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hálendisþjóðgarður og orkunýting tefja stjórnarmyndunarviðræður

Hálendisþjóðgarður og orkunýting tefja stjórnarmyndunarviðræður