fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Kjördagur hjá Loga Einars: Tvær flugferðir og brauðterta

Erla Hlynsdóttir
Laugardaginn 25. september 2021 15:05

Logi Einarsson. Mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, kaus tvisvar þetta árið – fyrst utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu fyrir helgi en síðan aftur á Akureyri í dag.

Hefðbundinn kjördagur gengur svona fyrir sig hjá honum: „Ég vakna yfirleitt temmilega snemma, klæðist frekar sparilegum klæðnaði og kýs fyrir hádegi. Síðan fer ég í kosningakaffið heima á Akureyri og sporðrenni brauðtertum og kaffi.“

Í dag vaknaði hann eldsnemma til að fljúga norður, í sitt kjördæmi. „Ætli konan mín sæki mig ekki á Akureyrarflugvöll og við fáum okkur morgunmat með Hrefnu dóttur okkar og förum svo að kjósa. Síðan fer ég í kosningakaffið og hitti fólkið mitt og tek að lokum síðdegisflugið aftur til Reykjavíkur því sem formaður stjórnmálaflokks þarf ég að mæta í viðtöl og svona fyrir sunnan um kvöldið á RÚV og Stöð 2. En annars vona ég að ég geti endað kvöldið með félögum mínum í flokknum í Gamla bíó og fagnað góðum árangri!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma