fbpx
Þriðjudagur 26.október 2021
Eyjan

Ólafur Ragnar segir að staðan geti orðið snúin – „Það þótti al­gjör dóna­skapur ef aðrir töluðu saman á þeim tíma“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 22. september 2021 19:00

Ólafur Ragnar Grímsson. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrum forseti Íslands, er gestur Páls Magnús­sonar í sjón­varps­þætti hans Pólitík með Páli í kvöld á Hringbraut. Í þættinum ræðir Ólafur til að mynda um stjórnarmyndanir og sínar skoðanir á stjórnarmyndunarumboði forsetans.

Ólafur segir í þættinum að staðan í ár geti orðið afar snúin og að ýmsar ranghugmyndir hafi verið uppi varðandi hvers eðlis stjórnarmyndunarferlið er. „Um tíma töldu menn að þetta væri eitt­hvað ritúal þar sem for­setinn út­hlutaði um­boðinu til stjórnar­myndunar og allir héldu á sér höndum á meðan sá sem var með um­boðið stýrði at­burða­rásinni og það þótti al­gjör dóna­skapur ef aðrir töluðu saman á þeim tíma,“ segir hann.

„Allt byggðist þetta bara á venjubundinni hugsun, þetta átti sér enga stoð í stjórnkerfi landsins og menn gátu svo bara splundrað þessum venjum eins og Davíð Odds­son gerði varðandi um­boðið þegar hann myndaði fyrst ríkis­stjórn með Al­þýðu­flokknum og svo með Fram­sóknar­flokknum og gerði hvort tveggja bara út í bæ, nánast í leyni og lét eigin­lega engan vita og vafa­mál hvort for­setinn hafi einu sinni vitað það þangað til það var bara búið.“

Ólafur segir þá að hægt sé að rekja fjölmörg dæmi sem sýna að allar kenningar um það hver fær stjórnarumboðið byggist í raun og veru á venjum. Virðingarröð flokkanna, stærðar­röð, sigur­vegara­röð, um­boðs­leik og svo eftir götunum sé einungis venju­bundið ferli sem breyst hefur í gegnum tíðina.

„Nú þurfum við bara nýtt kerfi.“

Í þættinum ræðir Ólafur um möguleikann á stjórnarkreppu og kemur með hugmynd að nýju kerfi sem gæti gengið betur. „Ef við viljum forðast lang­varandi stjórn­mála­kreppu í landinu, sem gæti orðið ef menn ætla að fylgja gömlu að­ferðunum, að menn á­kveði bara að horfa yfir sviðið kalt og ró­lega og segja: „Nú þurfum við bara nýtt kerfi.“ Og hvernig getur það kerfi litið út svo það verði far­sælt?“ spyr hann og svarar svo sjálfur.

„Það gæti til dæmis litið þannig út að tveir eða þrír flokkar taki sig saman um að mynda ríkis­stjórn sem yrði að forminu til minni­hluta­stjórn en ein­hverjir tveir eða þrír aðrir flokkar myndu verja hana van­trausti,“ segir Ólafur.

Þá kemur hann með dæmi um hvernig þetta gæti virkað. „Þetta gæti verið, svo ég gefi kon­krete dæmi að Fram­sóknar­flokkurinn, Vinstri græn og Sam­fylking mynduðu ríkis­stjórn en Píratar eða Flokkur fólksins eða ein­hverjir aðrir á­kveða að verja hana van­traust nú eða Sjálf­stæðis­flokkurinn, Fram­sóknar­flokkur og Við­reisn myndu mynda ríkis­stjórn og kannski Mið­flokkurinn myndu verja hana van­trausti. Sig­mundur er nú vanur því að verja ríkis­stjórn van­trausti.“

Viðtalið við Ólaf má sjá í Pólitík með Páli en þátturinn er sýndur í opinni dagskrá Hringbrautar í kvöld klukkan 19:30

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Blaðamenn Fréttablaðsins „brutu sér leið“ inn á lögreglustöðina í Borgarnesi – Segir leyndarhyggju ráðandi við talningu atkvæða

Blaðamenn Fréttablaðsins „brutu sér leið“ inn á lögreglustöðina í Borgarnesi – Segir leyndarhyggju ráðandi við talningu atkvæða
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Íslenskt sprotafyrirtæki lýkur 232 milljón króna fjármögnun

Íslenskt sprotafyrirtæki lýkur 232 milljón króna fjármögnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hugmynd Rannveigar fær hörð viðbrögð – „Íslenskt atvinnulíf er sturlað af frekju“

Hugmynd Rannveigar fær hörð viðbrögð – „Íslenskt atvinnulíf er sturlað af frekju“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilja byggja 3.000 íbúðir í Reykjavík tafarlaust – Nýtur stuðnings verkalýðshreyfingarinnar og atvinnulífsins

Vilja byggja 3.000 íbúðir í Reykjavík tafarlaust – Nýtur stuðnings verkalýðshreyfingarinnar og atvinnulífsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Burt með Birgi – Undirskriftum safnað til höfuðs Birgi Þórarinssyni – „Hann svindlaði á kjósendum“

Burt með Birgi – Undirskriftum safnað til höfuðs Birgi Þórarinssyni – „Hann svindlaði á kjósendum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Þetta jafngildir því að bankarnir þrír muni ná um 750 þúsund krónum af hverri fjögurra manna fjölskyldu á þessu ári“

„Þetta jafngildir því að bankarnir þrír muni ná um 750 þúsund krónum af hverri fjögurra manna fjölskyldu á þessu ári“