fbpx
Laugardagur 16.október 2021
Eyjan

Sigríður Á Andersen er stoltust af Landsréttarmálinu – „Já þá er ég það, og ánægð með að sú skipan stendur“

Eyjan
Mánudaginn 20. september 2021 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að það sem standi upp úr hjá henni á síðasta kjörtímabili og frá tíma hennar í ráðherraembætti sé skipan Landsréttardómara.

Eins og landsmenn sennilega muna enn vel þá skipaði Sigríður fimmtán dómara við Landsrétt og fór ekki eftir áliti sérstakrar dómnefndar sem hafði raðað umsækjendum á lista eftir hæfnismati. Fjórir umsækjendur hlutu því ekki embætti þrátt fyrir að hafa verið metnir meðal fimmtán hæfustu af dómnefnd.

Alþingi samþykkti þessa breyttu skipan Sigríðar og upp hófst það sem hefur verið kallað Landsréttarmálið. Tveir umsækjendanna sem ekki fengu skipun stefndu ríkinu og komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að ríkið hefði brotið lög. Engu að síður hófu skipaðir dómarar störf við Landsrétt og varð það til þess að íslenska ríkið var kært til Mannréttindadómstóls Evrópu sem komst að þeirri niðurstöðu að lög hefðu verið brotin með skipun dómara og því hefði íslenskur maður ekki fengið réttláta málsmeðferð þar sem dómari sem dæmdi í máli hans í Landsrétti hefði ekki verið skipaður með lögmætum hætti.

Sigríður sagði af sér embætti í kjölfar niðurstöðu Mannréttindadómstólsins.

Sigríður var til viðtals í Kosningapallborði Vísis í dag og þar var hún spurð hverju hún væri stoltust af á liðnu kjörtímabili og sínum þingferli.

„Tja. Ég er ákaflega stolt yfir því að hafa setið í ríkisstjórninni og sem dómsmálaráðherra hjá tveimur ríkisstjórnum reyndar og það kann að hljóma ankannalega fyrir suma, gerir menn kannski hissa er að eitt af því sem ég er stoltust af, af mínum verkum sem ráðherra, það er skipun dómara í Landsrétt, þeirra fimmtán sem ég skipaði.

Þegar ég tók þá ákvörðun að láta ekki, hvað á maður að segja, sjálfskipaða elítu með órökstuddum hætti taka fram fyrir hendurnar á mér eins og menn reyndu að gera heldur skipaði þessa dómara í samvinnu og sátt við allan þingheim.“

Þáttastjórnandi spurði hvort hún væri í alvöru stoltust af því í ljósi þeirra eftirmála sem skipun dómaranna hafði.

„Já þá er ég það. Og ánægð með að sú skipan stendur þannig að það er svona eitt af þeim verkum sem ég sáttust með að hafa gert og vakið auðvitað athygli á, sérstaklega þeirra sem starfa innan þessara geira – dóms- og lögmannastéttarinnar- hversu illa hefur verið fyrirkomið í þessum málum. Þessari sjálfstýringu sem menn hafa viljað hafa við skipan dómsvaldsins sem á auðvitað að vera sjálfstætt en hefur auðvitað að sjálfu sér ekki verið það eins og málum hefur verið fyrirkomið“

Sigríður segir að það þurfi að verða eitt af verkefnum nýrrar ríkisstjórnar að taka til endurskoðunar lög um skipun dómara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Laugardalurinn fái að vera í friði fyrir smáhýsum meirihlutans

Laugardalurinn fái að vera í friði fyrir smáhýsum meirihlutans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gáttuð á framgangi borgarinnar í 10 milljarða stafrænni umbreytingu – „Er nema von að manni svelgist á morgunkaffinu?“ 

Gáttuð á framgangi borgarinnar í 10 milljarða stafrænni umbreytingu – „Er nema von að manni svelgist á morgunkaffinu?“ 
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar svartsýnn á áframhaldandi stjórnarsamstarf – „Ég sé það bara eiginlega ekki gerast“

Brynjar svartsýnn á áframhaldandi stjórnarsamstarf – „Ég sé það bara eiginlega ekki gerast“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gísli Marteinn telur laun þingmanna of há: „Klisjan um að við fáum svo frábært fólk með því að hækka launin er ekkert endilega rétt“

Gísli Marteinn telur laun þingmanna of há: „Klisjan um að við fáum svo frábært fólk með því að hækka launin er ekkert endilega rétt“