fbpx
Miðvikudagur 27.október 2021
Eyjan

Ragnar Þór varar við yfirvofandi hruni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 19. september 2021 11:44

Ragnar Þór Ingólfsson í Silfrinu í dag. Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklar hækkanir á hlutabréfamörkuðum innlendis og erlendis undanfarið voru meðal annars til umræðu í Silfrinu á RÚV í dag. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, benti á að sérfræðingar erlendis óttuðust yfirvofandi hrun á hlutabréfamörkuðum. Hann velti því fyrir sér í hvaða ástand heimurinn sé að sigla með miklum hlutabréfahækkunum undanfarið sem ekki virðist innstæða fyrir.

Miklar hækkanir á hlutabréfamörkuðum innanlands undanfarið hafa vakið athygli og jafnvel áhyggjur. Halldór Benjamín Þorbergssson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, benti á að helstu ástæðurnar fyrir hækkununum á innlendum hlutabréfamarkaði væru lágir vextir hérlendis.

Konráð Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, tók undir það og minnti á að vextir hefðu líka verið farnir að lækka fyrir Covid-kreppuna og því væri komið nokkuð langt tímabil lágra vaxta (og því eðlilegt að fjármagn leiti frekar ávöxtunar á hlutabréfamarkaði en skuldabréfamarkaði). Konráð segir ennfremur að hlutabréfamarkaðurinn hefði átt töluvert inni enda hefði hlutabréfaverð fyrirtækja ekki hækkað í langan tíma. Konráð sagði að hrun hér innanlands væri alveg ný umræða.

Ragnar Þór benti þá á að mögulegt hrun á erlendum hlutabréfamörkuðum gæti haft mikil áhrif hérlendis og við þyrftum að huga að því.

Halldór sagði að undirliggjandi rekstur fyrirtækjanna sem hafa verið að hækka á markaði hér undanfarið væri góður en engu að síður vektu þessar miklu hækkanir spurningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Færri konur ráðnar í framkvæmdastjórastöður en í fyrra

Færri konur ráðnar í framkvæmdastjórastöður en í fyrra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún skilur ekkert í Sjálfstæðismönnum – „Þetta er með slíkum ein­dæm­um, að lög ná ekki yfir það“

Guðrún skilur ekkert í Sjálfstæðismönnum – „Þetta er með slíkum ein­dæm­um, að lög ná ekki yfir það“