fbpx
Laugardagur 16.október 2021
Eyjan

Fámenn en hávær mótmæli við Stjórnarráðið

Bjarki Sigurðsson, Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 17. september 2021 16:57

Mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú klukkan hálf fimm hófst kröfuganga Kóviðspyrnunnar þar sem mótmælt var bólusetningum barna og ríkisstjórn beðin um svör við ýmsum spurningum. Meðal gesta var Jóhannes Loftsson, formaður Ábyrgar framtíðar, sem bíður sig fram í komandi kosningum.

Hópurinn hóf gönguna við Stjórnarráðið og gengu nokkrir aðilar fremst með hátalara á bakinu sem spiluðu ræður sem höfðu verið teknar upp fyrirfram.

Það virtust nokkrir túristar hafa óvart gengið til liðs við gönguna en þegar þeir áttuðu sig á því hvers vegna fólkið hópaðist saman voru þeir fljótir að yfirgefa svæðið. Einhverjir tóku myndir á meðan aðrir ræddu við meðlimi hópsins sem var að fara að ganga.

Mikið af börnum var á svæðinu og héldu sum þeirra á skiltum. Virtust þau vera börn meðlima hópsins og kipptu þau sér ekkert við að heyra áróðurinn spilaðan í hátölurunum.

Það voru ekki margir gestir sem báru grímu í göngunni en núverandi samkomutakmarkanir gefa leyfi fyrir allt að 500 manns að hópast saman en að gríma sé notuð sé eins metra reglan ekki virt. Um 60-70 manns voru á svæðinu svo því er ekki um að ræða brot á reglunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Laugardalurinn fái að vera í friði fyrir smáhýsum meirihlutans

Laugardalurinn fái að vera í friði fyrir smáhýsum meirihlutans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gáttuð á framgangi borgarinnar í 10 milljarða stafrænni umbreytingu – „Er nema von að manni svelgist á morgunkaffinu?“ 

Gáttuð á framgangi borgarinnar í 10 milljarða stafrænni umbreytingu – „Er nema von að manni svelgist á morgunkaffinu?“ 
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar svartsýnn á áframhaldandi stjórnarsamstarf – „Ég sé það bara eiginlega ekki gerast“

Brynjar svartsýnn á áframhaldandi stjórnarsamstarf – „Ég sé það bara eiginlega ekki gerast“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gísli Marteinn telur laun þingmanna of há: „Klisjan um að við fáum svo frábært fólk með því að hækka launin er ekkert endilega rétt“

Gísli Marteinn telur laun þingmanna of há: „Klisjan um að við fáum svo frábært fólk með því að hækka launin er ekkert endilega rétt“