fbpx
Laugardagur 27.nóvember 2021
Eyjan

Glúmur segir Arnþrúði hafa bannað sig en Arnþrúður segir það út í hött – „Hann ætti að skrifa Guðmundi Franklín bréf“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 14. september 2021 18:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Dagskrárgerðarkona á Útvarpi sögu bauð mér í klukkutímaviðtal síðdegis á miðvikudaginn. Í gærkveldi hafði hún svo samband miður sín og sagði útvarpstjórann Arnþrúði Karlsdóttur hafa bannað viðtal við mig þar til eftir kosningar. Það var og,“ segir Glúmur Baldvinsson, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins, í skilaboðum til DV og í færslu á Facebook-síðu sinni.

Um er að ræða þátt um andleg málefni sem er á dagskrá Útvarps Sögu á miðvikudögum. Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri stöðvarinnar, segir þetta algjörlega út í hött og sakar Glúm um ódýra auglýsingamennsku, hann sé að vekja á sér athygli með því að þyrla upp moldviðri. Staðreyndin sé sú að Glúmi hafi tvisvar verið boðið í viðtal á Útvarpi Sögu í aðdraganda Alþingiskosninganna en hann hafi ekki getað þegið þau boð.

„Þetta er eitt af því sem maður getur sagt að sé ekki svaravert. Þvílíkt voðalegt rugl, menn eru að reyna að auglýsa sig út á einhvern og tengja sig við einhvern. Hann á ekkert inni hjá okkur. Það er búið að bjóða Glúmi Baldvinssyni tvisvar sinnum í viðtöl sem hann hefur ekki getað mætt í og síðan fékk ég tilkynningu um það frá Guðmundi Franklín að þeir yrðu farnir út á land og yrðu ekki í bænum. Þannig að hvað er málið?“

Arnþrúður segir að Guðmundur Franklín, formaður og stofnandi flokksins, hafi slegið þetta viðtal sjálfur út af borðinu: „Ég á ekki til orð. Guðmundur Franklín sló þetta af sjálfur og sagði að Glúmur væri að fara út á land og þetta kæmi ekki til greina. Þannig að þetta fer ekki einu sinni í gegnum mig og ég sagði henni frá þessu að hann yrði ekki einu sinni í bænum.“

Arnþrúður segir ennfremur að umræddur þáttur sé ekki stjórnmálaþáttur: „Þetta er þáttur um andleg málefni,“ segir hún og hlær.

Hún bendir á að stöðin hafi opnað hlið sín upp á gátt fyrir frambjóðendum í þessari kosningabaráttu: „Við höfum verið að taka á móti öllum í þessa stjórnmálaumræðu og reynt að púsla þessu saman. Frambjóðendur hafa verið mjög málefnalegir, hefur mér fundist, en þetta kemur mér algjörlega í opna skjöldu. Þetta er út í hött, svo fáránlegt, ég get ekki borið ábyrgð á því hvernig honum líður. Guðmundur sagði að þeir yrðu farnir úr Reykjavík á miðvikudagsmorgun. Ég held hann ætti að skrifa Guðmundi Franklín bréf,“ segir hún og hlær aftur.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðlaugur er kominn í sóttkví – „Ekki fundið fyrir einkennum og kennir sér einskis meins“

Guðlaugur er kominn í sóttkví – „Ekki fundið fyrir einkennum og kennir sér einskis meins“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Traust afkoma OR fyrstu níu mánuði ársins

Traust afkoma OR fyrstu níu mánuði ársins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur yfirgefur Miðflokkinn – Ítrekað orðið vitni að starfsháttum og framkomu sem hann sættir sig ekki við

Baldur yfirgefur Miðflokkinn – Ítrekað orðið vitni að starfsháttum og framkomu sem hann sættir sig ekki við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Polestar rafbílar loks fáanlegir hérlendis

Polestar rafbílar loks fáanlegir hérlendis