fbpx
Föstudagur 24.september 2021
Eyjan

Morgunblaðið furðar sig á Halldóru Pírata – „Les­and­an­um er eft­ir­látið að álykta um af­leiðing­ar þess“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 12. september 2021 08:35

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ritstjórn Morgunblaðsis furðar sig á Halldóru Mogensen, þingflokksformanni Pírata í staksteinum blaðsins í gær. Halldóra mætti nýverið í kosningaþátt Dagmála Morgunblaðsins en ritstjórnin segir ekkert viðtal hafa verið jafn upplýsandi og viðtalið við Halldóru.

„Hún er for­ystu­kona í flokkn­um og hef­ur verið á þingi síðan 2014. Því hlýt­ur það að vekja spurn­ing­ar þegar í ljós kem­ur að þing­flokks­formaður­inn veit ekki hvað kaup­mátt­ur er,“ segir í ritstjórnargreininni.

Það sem vakti þó mesta athygli ritstjórnarinnar var hugmynd Halldóru um að fjármagna borgaralaun með lántöku. Rökin á bakvið það eru að verið væri að fjárfesta í fólki með borgaralaununum. „Sem svo þarf að fjár­festa aft­ur í á hverju ein­asta ári. Les­and­an­um er eft­ir­látið að álykta um af­leiðing­ar þess,“ segir ritstjórnin við því.

Þá bendir ritstjórnin að þessi hugmynd Halldóru sé ekki ný af nálinni. „Hug­mynd­in um nei­kvæðan tekju­skatt er ekki ný, Milt­on Friedm­an setti hana fram í bók­inni Frelsi og fram­tak (1962), til þess að hjálpa efna­litlu fólki án flók­inna og dýrra bóta­kerfa. Gleðilegt er að Pírat­ar til­einki sér nýfrjálshyggjuna,“ segir í greininni.

Ritstjórnin vill svo meina að tilraunir með borgaralaun í öðrum löndum bendi ekki til þess að þau virki eins og Halldóra og aðrir Píratar vilja að þau virki. „Pírat­ar leggja þó mesta áherslu á að með borg­ara­laun­um sé fólk virkjað heima hjá sér, þar sem það sýni frum­kvæði og skapi sjálft störf,“ segir ritstjórnin.

„Til­raun­ir er­lend­is, til dæmis í Finn­landi, benda þó ekki til þess. Enn síður sú risa­vaxna til­raun, sem gerð hef­ur verið í ótal lönd­um í heims­far­aldr­in­um með stór­aukn­um greiðslum til fólks fyr­ir að vera heima hjá sér. Þær héldu neyslu uppi, en fram­leiðni féll og ekk­ert bend­ir til þess að þær hafi kveikt í frum­kvöðlum á sloppn­um.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Sigmundur Ernir spáir E-flokknum sigri í kosningunum á laugardaginn

Sigmundur Ernir spáir E-flokknum sigri í kosningunum á laugardaginn
Eyjan
Í gær

Harka færist í kosningabaráttuna: Kosningastjóri VG og þingmaður Samfylkingarinnar í hár saman – „Ótrúlega ósmekklegt“

Harka færist í kosningabaráttuna: Kosningastjóri VG og þingmaður Samfylkingarinnar í hár saman – „Ótrúlega ósmekklegt“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Sjálfstæðisflokkurinn er kominn mikið, mikið lengra til vinstri en fyrir tíu eða tuttugu árum“

„Sjálfstæðisflokkurinn er kominn mikið, mikið lengra til vinstri en fyrir tíu eða tuttugu árum“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Frambjóðendur deila myndum af gæludýrunum – „Ég held að allir kettir séu í Miðfokknum“

Frambjóðendur deila myndum af gæludýrunum – „Ég held að allir kettir séu í Miðfokknum“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bogi segir gjörbyltingu að opnað verði fyrir ferðalög til Bandaríkjanna

Bogi segir gjörbyltingu að opnað verði fyrir ferðalög til Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir Katrínu vera að eyðileggja landið og íslamsvæða þjóðina – Spyr hvort engar vitsmunakröfur séu gerðar til Alþingismanna

Segir Katrínu vera að eyðileggja landið og íslamsvæða þjóðina – Spyr hvort engar vitsmunakröfur séu gerðar til Alþingismanna
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Geggjað vöfflupartí hjá VG eftir sögulega gönguferð

Geggjað vöfflupartí hjá VG eftir sögulega gönguferð
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Er uppáhalds „leiðindaskarfur“ Sjálfstæðismanna á útleið? Sjáðu nýstárlega kosningaauglýsingu Brynjars

Er uppáhalds „leiðindaskarfur“ Sjálfstæðismanna á útleið? Sjáðu nýstárlega kosningaauglýsingu Brynjars