fbpx
Föstudagur 24.september 2021
Eyjan

„Kommon, það hafa allir drukkið landa. Er þetta í alvörunni spurning?“

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 10. september 2021 14:30

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kvöld hefst þátturinn Vikan með Gísla Marteini á ný á RÚV. Gestir Gísla í kvöld eru toppeintök en þar má nefna Eddu Falak, Ólafur Þ. Harðarson og Grétar Theódórs.

Gríntvíeykið Tvíhöfði sem þeir Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr skipa munu grilla frambjóðendur til alþingiskosninga í þættinum og hefur RÚV birt stutta klippu frá viðtölum þeirra.

Í klippunni má heyra svör frambjóðenda við spurningu þeirra Jóns og Sigurjóns sem hljóðar svo: „Hefur þú drukkið landa?“. Landi er einn af þjóðardrykkjum Íslendinga og því kemur lítið á óvart að allir frambjóðendur segjast hafa smakkað drykkinn.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra virtist skammast sín þegar hún svaraði spurningunni játandi á meðan Guðmundur Auðunsson, oddviti Sósíalistaflokksins í Suðurkjördæmi, lætur eins og ekkert sé eðlilegra.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, var hins vegar gáttaður á spurningunni og taldi hana nánast fáránlega.

Skjáskot/RÚV

„Kommon, það hafa allir drukkið landa. Er þetta í alvörunni spurning? Allir sem eru úr sveit hafa drukkið landa,“ sagði Ásmundur.

Önnur spurning sem frambjóðendur fengu var hvort þeir hefðu prófað ólögleg vímuefni. Ekki kemur fram hverjir svöruðu játandi en það kemur fram í þættinum í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Hef bara aldrei heyrt annað eins“: Erjur Gunnars Smára og Jakobs Bjarnars – „Hættu að gera út á þetta kjánalega hatur á fjölmiðlum“

„Hef bara aldrei heyrt annað eins“: Erjur Gunnars Smára og Jakobs Bjarnars – „Hættu að gera út á þetta kjánalega hatur á fjölmiðlum“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Sjálfstæðisflokkurinn er kominn mikið, mikið lengra til vinstri en fyrir tíu eða tuttugu árum“

„Sjálfstæðisflokkurinn er kominn mikið, mikið lengra til vinstri en fyrir tíu eða tuttugu árum“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sjáðu greinina sem Gunnar Smári sagðist ekki muna eftir – Vildi einkavæða heilbrigðiskerfið í ljósi vel lukkaðrar bankaeinkavæðingar

Sjáðu greinina sem Gunnar Smári sagðist ekki muna eftir – Vildi einkavæða heilbrigðiskerfið í ljósi vel lukkaðrar bankaeinkavæðingar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Mogginn varar við vinstri stjórn – Segir það muni hafa alvarlegar afleiðingar á hag Íslendinga

Mogginn varar við vinstri stjórn – Segir það muni hafa alvarlegar afleiðingar á hag Íslendinga