fbpx
Fimmtudagur 16.september 2021
Eyjan

Telur þetta vera galla í Íslenska kosningakerfinu – „Spillt hugarfar, myndi einhver segja“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 5. ágúst 2021 16:00

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Bergþórsdóttir, ritstjóri Menningarinnar á Fréttablaðinu, fjallar um kosningakerfið hér á landi í leiðara Fréttablaðsins í dag. Hún segir að margt sé ágætt við ástandið eins og það er, en bendir þó á að hængur sé á: Fólk fari að kjósa í þeirri trú að fjöldi atkvæða ráði úrslitum, en þrátt fyrir það er hægt að fá færri atkvæði en fleiri þingmenn.

„Kjósandinn hefur heldur enga ástæðu til að ætla annað en að rétt og heiðarlega sé að kosningum staðið. Af hyggjuviti sínu þykir honum víst að flokkar fái þingmenn í samræmi við fylgi sitt. Enda væri annað mjög einkennilegt og í litlu samræmi við lýðræðið.

Stöku sinnum er lífið samt einkennilegt og það sem venjulega er talið sjálfsagt og eðlilegt er látið víkja. Það á við hér á landi þegar kemur að fylgi í kosningum og þingmannafjölda. Hinn skemmtilegi og geðþekki Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, vakti athygli á því á dögunum að núverandi kosningakerfi tryggir ekki samræmi milli atkvæðamagns og þingsæta.“

Kolbrún minnist á orð þingkonunnar Oddnýjar Harðardóttur, sem minnti á að Samfylkingin hafi fengið fleiri atkvæði en Framsókn, en samt hafi Framsókn fengið fleiri atkvæði. Hún segir að þetta muni gerast aftur.

„Eftir næstu kosningar mun einhver flokkurinn vera í svipuðum sporum og Samfylkingin á sínum tíma. Annar flokkur, í sömu sporum og Framsóknarflokkurinn var, mun síðan græða óverðskuldað og styrkja stöðu sína.“

Að mati Kolbrúnar ætti að leiðrétta þetta kerfi, og furðar hún sig á því að ekki sé búið að leiðrétta þetta. Hún segir jafnframt að kjósendur hljóti að líta svo á að um svindl sé að ræða.

„Viðbrögð fjölmargra kjósenda hljóta að vera að þarna sé á ferðinni þvílíkt svindl og svínarí að ekki verði við unað. Þarna er greinilega þörf á leiðréttingu. Væri allt með felldu hefði hún reyndar þegar átt sér stað.“

Þá gagnrýnir Kolbrún stjórnmálafólk fyrir að koma ekki hlutunum í verk fljótlega, og minnist þar sérstaklega á þingkonu Vinstri grænna, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur.

„Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, lét nýlega hafa eftir sér að meiri umræðu hefði verið þörf áður en breytingar væru gerðar á kosningalögum um atkvæðavægi.

Mikið óskaplega virðist vera erfitt fyrir þingmenn að bregðast skjótt við þegar þörf er á. Ef kosningakerfi tryggir ekki samræmi milli atkvæða og þingsæta þarf að leiðrétta það snarlega. Um það á ekki að þurfa maraþonumræður. Segja má ansi margt og koma fjölmörgu til skila í stuttu og hnitmiðuðu máli. Ef þingmenn áttuðu sig á þessum sannindum myndu þeir koma svo miklu fleiru í verk en þeir gera.“

Að lokum minnist Kolbrún á að eflaust sjái sumir stjórnmálaflokkar sér hag í því að viðhalda núverandi kosningakerfi, sem Kolbrún kallar óréttlátt. Hún segir hugarfar slíkra flokka mögulega vera spillt.

„Nú má vel vera að einstaka stjórnmálaflokkar sjái sér beinlínis hag í því að viðhalda þessu óréttláta kerfi því í kosningum geti það úthlutað þeim meira en réttlátt er miðað við atkvæðamagn. Meðan svo er standa þessir sömu flokkar staðfastlega vörð um ólýðræðislegt kosningakerfi. Spillt hugarfar, myndi einhver segja.

Það hlýtur að vera kominn tími til að rísa upp gegn þessu óréttlæti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Píratar neita að svara spurningum um bólusetningar – Halldóra tók upp hanskann fyrir foreldra óbólusettra barna

Píratar neita að svara spurningum um bólusetningar – Halldóra tók upp hanskann fyrir foreldra óbólusettra barna
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar: „Skelfilegt kontóristabæli“

Björn Jón skrifar: „Skelfilegt kontóristabæli“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Morgunblaðið furðar sig á Halldóru Pírata – „Les­and­an­um er eft­ir­látið að álykta um af­leiðing­ar þess“

Morgunblaðið furðar sig á Halldóru Pírata – „Les­and­an­um er eft­ir­látið að álykta um af­leiðing­ar þess“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þór Saari segir fólki að kjósa ekki Sjálfstæðisflokkinn – „Garðarbæjarklíka sem stjórnar flokknum og graðkar fé í vasa vina og ættmenna fær aldrei nóg“

Þór Saari segir fólki að kjósa ekki Sjálfstæðisflokkinn – „Garðarbæjarklíka sem stjórnar flokknum og graðkar fé í vasa vina og ættmenna fær aldrei nóg“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Andri og Gunnar Smári deila um RÚV – „Þú ert hér í hlutverki rakkans að gelta á ógnina fyrir húsbónda sinn“

Guðmundur Andri og Gunnar Smári deila um RÚV – „Þú ert hér í hlutverki rakkans að gelta á ógnina fyrir húsbónda sinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Willum með 99,96% mætingu á kjörtímabilinu – „Ég þarf ekkert klapp á bakið fyrir að mæta í vinnuna“

Willum með 99,96% mætingu á kjörtímabilinu – „Ég þarf ekkert klapp á bakið fyrir að mæta í vinnuna“