fbpx
Fimmtudagur 23.september 2021
Eyjan

Hallgrímur vonsvikinn með sósíalista – „Þetta er bara hin galandi millistétt“

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 3. ágúst 2021 12:45

Hallgrímur Helgason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hallgrímur Helgason, rithöfundur, er ekki sáttur með lista Sósíalistaflokksins en búið er að tilkynna tvo lista, í Reykjavík suður og Suðvesturkjördæmi.

Sjá meira: Svona stillir Sósíalistaflokkurinn upp í Reykjavík suður – Katrín Baldursdóttir í efsta sætinu – María Lilja og Bára á lista

Í færslu sem hann birtir á Twitter-síðu sinni segir hann að enginn úr verkalýðsstétt sé á listanum.

„Þetta er bara hin galandi millistétt eins og hjá okkur í Samfylkingunni. Kennarar, laganemar og listamenn,“ skrifar Hallgrímur. Hann segir að öryrkjar, láglaunafólk og erlent verkafólk sé ósýnilegt nema hjá Ingu Sæland í Flokki fólksins.

Á dögunum skrifaði Kjartan Valgarðsson, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, grein á Vísi þar sem hann sagði Samfylkinguna vera flokk verkalýðsins. Ekki voru allir sáttir með þessi orð Kjartans og skrifaði Viðar Þorsteinsson í Eflingu grein gegn orðum Kjartans.

Sjá einnig: Vinstri menn fljúgast á – Lætur Kjartan og Dag heyra það

Hallgrímur er sjálfur í 12. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður og hefur átt sæti á lista hjá þeim nokkrum sinnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

„Sjálfstæðisflokkurinn er kominn mikið, mikið lengra til vinstri en fyrir tíu eða tuttugu árum“

„Sjálfstæðisflokkurinn er kominn mikið, mikið lengra til vinstri en fyrir tíu eða tuttugu árum“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Frambjóðendur deila myndum af gæludýrunum – „Ég held að allir kettir séu í Miðfokknum“

Frambjóðendur deila myndum af gæludýrunum – „Ég held að allir kettir séu í Miðfokknum“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Mogginn varar við vinstri stjórn – Segir það muni hafa alvarlegar afleiðingar á hag Íslendinga

Mogginn varar við vinstri stjórn – Segir það muni hafa alvarlegar afleiðingar á hag Íslendinga
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Góður gangur í hugverkaiðnaði hér á landi – Útflutningstekjur hafa tvöfaldast

Góður gangur í hugverkaiðnaði hér á landi – Útflutningstekjur hafa tvöfaldast
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Geggjað vöfflupartí hjá VG eftir sögulega gönguferð

Geggjað vöfflupartí hjá VG eftir sögulega gönguferð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Er uppáhalds „leiðindaskarfur“ Sjálfstæðismanna á útleið? Sjáðu nýstárlega kosningaauglýsingu Brynjars

Er uppáhalds „leiðindaskarfur“ Sjálfstæðismanna á útleið? Sjáðu nýstárlega kosningaauglýsingu Brynjars
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Tómas Ellert hellir sér yfir Guðna Ágústsson – „Hér er um að ræða vel skipulagða og stigmagnandi rógsherferð í minn garð“

Tómas Ellert hellir sér yfir Guðna Ágústsson – „Hér er um að ræða vel skipulagða og stigmagnandi rógsherferð í minn garð“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ragnar segir íslenskt fyrirtæki hafa keypt hlutabréf á 20 þúsund krónur og selt á tæplega hálfan milljarð

Ragnar segir íslenskt fyrirtæki hafa keypt hlutabréf á 20 þúsund krónur og selt á tæplega hálfan milljarð