fbpx
Föstudagur 20.maí 2022
Eyjan

Segir tau- og pappírspoka gera lítið gagn á meðan kapítalisminn er enn við lýði – „Skítt með náttúruna og framtíðina“

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 13. ágúst 2021 10:00

Katrín Baldursdóttir. Mynd: Vefsíða Sósíalistaflokksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Baldursdóttir, oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík suður, segir að ekki sé hægt að sporna gegn hamfarahlýnun með formúlu kapítalisma. Hún ræðir þetta í grein í Kjarnanum sem birtist í dag. 

Hún vill meina að það dugi ekki að gera kapítalisman sjálfbæran eða grænan. Það verði að umvefja jörðina með kærleika, virðingu og umhyggju.

„Það er óstjórnleg tregða hjá þeim sem styðja núverandi efnahagskerfi, eða kapítalisma, að kyngja því að þeirra leiðir dugi ekki til. Það er erfitt að viðurkenna að sú hugmyndafræði sem maður hefur stutt, kannski alla ævi, gangi ekki lengur upp. Það þurfi að henda henni og það fljótt til að bjarga jörðinni og börnum okkar og barnabörnum,“ segir Katrín og bendir á að þetta sé risastór áskorun fyrir þá stjórnmálaflokka sem eru nú á Alþingi.

Hún segir að núverandi efnahagskerfi gangi út á að til þess að vaxa þurfi að auka hagvöxt. Til að auka hagvöxt þarf að auka neyslu en með aukinni neyslu fylgir vöxtur í mengun og hamfarahlýnun.

„En af hverju er ekki tekið á þessu með festu. Svarið er einfalt. Stórfyrirtækin sem menga mest með sinni framleiðslu hafa engan áhuga á því, og heldur ekki þau íslensku. Markmiðið hjá þessum fyrirtækjum er sífellt meiri gróði, skítt með náttúruna og framtíðina. Og þessi fyrirtæki ráða öllu í heiminum í krafti fjármagnsins. Þau hafa stjórnmálamenn í vasanum, ráða dómskerfinu leynt og ljóst sem og framkvæmdavaldinu. Líka á Íslandi,“ segir Katrín.

Hún segir það vera erfitt að fyrir gamla sósíalista sem styðja nú markaðskerfið, samkeppni og kapítalisma að viðurkenna að þeir hafi rangt fyrir sér.

Katrín bendir á að lífverur sem áður héldu til á Íslandi finnist hér ekki lengur. Þær séu annaðhvort farnar eða á leiðinni burt. Hún segir að sumir spái því að lóan, vorboðinn sjálfur, komi ekki meir.

„Eins og fyrr segir dugar engan veginn til, að gera kapítalismann sjálfbæran eða grænan. Það er heldur ekki nóg að gera einstaklinginn ábyrgan fyrir loftlagsvandanum, eins og að fara alltaf með tau-eða pappírspoka út í stórmarkað. En þar mæti fólk auðvaldinu í allir sinni mynd, fullar hillur af plasti og öðrum mengunarvaldandi umbúðum. Sem verða umfangsmeiri og umfangsmeiri,“ segir Katrín.

Hún segir að þeir sem taki tau- eða pappírspoka út í búð geri lítið gagn þar sem fólk fyllir pokann af vörum pökkuðum í plasti og valda hamfarahlýnun.

„Og afhverju það? Vegna þess að stórfyrirtækin og fleiri fyrirtæki hafa engan áhuga á að taka þátt í að verja umhverfið. Eins og fyrr segir er þeirra markmið að græða meira. Það er mikilvægt að fólk átti sig á þessu. Og stórfyrirtæki um alla heim ætla að nýta áfram mengandi jarðefnaeldsneyti og fleiri efni sem menga óstjórnlega. Við verðum að hverfa frá kapítalisma og taka upp raunverulega umhverfisstefnu eins og sósíalisminn boðar,“ segir hún að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Stjórnarmynstrið gengur ekki upp

Björn Jón skrifar: Stjórnarmynstrið gengur ekki upp
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Líklega er almættið að segja mér að þetta sé ekki minn starfsgrundvöllur“

„Líklega er almættið að segja mér að þetta sé ekki minn starfsgrundvöllur“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Framtíð menntunar

Framtíð menntunar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Niðurnítt umhverfi og slysagildrur í Öldutúnsskóla – „Undra mig á því að það líðist að hafa umhverfi barna svona“

Niðurnítt umhverfi og slysagildrur í Öldutúnsskóla – „Undra mig á því að það líðist að hafa umhverfi barna svona“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Endurreisn Sovétríkjanna á íslenska húsnæðismarkaðnum

Endurreisn Sovétríkjanna á íslenska húsnæðismarkaðnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Auglýsing Vinstri Grænna í Hafnarfirði vekur athygli – „Setjum X við D“

Auglýsing Vinstri Grænna í Hafnarfirði vekur athygli – „Setjum X við D“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stóra undirskriftamálinu vísað til héraðssaksóknara – „Þetta er bara orð á móti orði“

Stóra undirskriftamálinu vísað til héraðssaksóknara – „Þetta er bara orð á móti orði“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Steinar gáttaður eftir samtal við þingmann – „Það er eins og þeir haldi að almenningur sem fylgist með sé sauðheimskur“ 

Jón Steinar gáttaður eftir samtal við þingmann – „Það er eins og þeir haldi að almenningur sem fylgist með sé sauðheimskur“