fbpx
Föstudagur 15.október 2021
Eyjan

Vigdís segir „megna braggalykt“ af leikskólamálinu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. júlí 2021 09:00

Vigdís Hauksdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, segir að húsnæði kynlífstækjaverslunarinnar Adam og Evu við Kleppsveg, sem borgin hefur keypt undir leikskóla, hafi verið of dýrt og að „megn braggalykt“ sé af málinu og vísar þar til hins gríðarlega umframkostnaðar sem varð við endurbyggingu bragga í Nauthólsvík fyrir nokkrum misserum.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. „Ég skildi aldrei í því hvers vegna þessir hjallar voru keyptir svona dýru verði. Borgin vissi að það væru raka- og mygluskemmdir í húsinu þegar það var keypt,“ er haft eftir Vigdísi um kaupin á húsnæðinu.

Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og formaður skipulagsráðs borgarinnar, segist hafa mikla trú á uppbyggingu leikskóla í húsnæðinu þrátt fyrir ný kostnaðaráætlun geri ráð fyrir að kostnaðurinn við verkið verði tæpur milljarður en það er næstum helmingi meira en gert var ráð fyrir í upphaflegri áætlun. „Ég hef alltaf samúð með því þegar fólk hefur áhyggjur af kostnaði. Ég held samt að þegar hér verði kominn glæsilegur leikskóli með lóð sem mun nýtast fyrir nærumhverfið verði raddir þeirra sem vildu gera eitthvað annað á svæðinu ekki réttum megin sögunnar,“ er haft eftir Pawel.

Hann sagðist ekki vilja ganga svo langt að segja að forsendubrestur hafi orðið fyrir kaupunum. „Ég myndi ekki lýsa því þannig, ég vil alla vega ekki taka svo til orða. Ég hefði verið töluvert glaðari ef niðurstaðan væri sú að verkefnið hefði verið ódýrara en frumkostnaðaráætlun gerði ráð fyrir. Ég held engu að síður að þetta sé gott verkefni, það mun styrkja hverfið og verða því til sóma þegar upp er staðið,“ sagði hann.

Hann sagði að borgin væri meðal annars að horfa til sjálfbærni með kaupunum. Samfélagið sé orðið meira fyrir það að nýta það sem er fyrir og það sé umhverfisvænna að nýta steypu sem er þegar fyrir hendi. Vigdís gaf lítið fyrir þessi rök og sagði: „Að viðhalda einhverju sem er haldið bæði raka og myglu og reyna að uppræta það, áður en farið er með börn inn í húsnæðið, er ekki forsvaranlegt miðað við ástandið á húsinu. Þá spyr ég líka um ábyrgð þeirra sem tóku út húsið og ábyrgð meirihlutans og borgarstjóra fyrir að fara af stað með þessar breytingar vitandi að þessi heilsuspillandi galli væri í þessu húsnæði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lenya Rún hjólar í þingmann Samfylkingarinnar: „Er það svona sem Jóhann Páll ætlar að byrja baráttu gegn spillingu og óheiðarleika á þingi?“

Lenya Rún hjólar í þingmann Samfylkingarinnar: „Er það svona sem Jóhann Páll ætlar að byrja baráttu gegn spillingu og óheiðarleika á þingi?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gísli fer úr tækni yfir í brauðið

Gísli fer úr tækni yfir í brauðið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hversu vel þekkir þú fólkið með völdin í borginni ? – Taktu stóra borgarfulltrúaprófið til að komast að því

Hversu vel þekkir þú fólkið með völdin í borginni ? – Taktu stóra borgarfulltrúaprófið til að komast að því
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Allt logar útaf vistaskiptum Birgis – „Þetta hlýtur að vera einhvers konar Íslandsmet í svikum við kjósendur“

Allt logar útaf vistaskiptum Birgis – „Þetta hlýtur að vera einhvers konar Íslandsmet í svikum við kjósendur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ísland stendur ekki við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum

Ísland stendur ekki við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Fólk vill helst hittast einhvers staðar í bílakjallara þar sem enginn getur rakið ferðir þess“

„Fólk vill helst hittast einhvers staðar í bílakjallara þar sem enginn getur rakið ferðir þess“