fbpx
Föstudagur 30.júlí 2021
Eyjan

„Það eru tvö kyn“

Eyjan
Miðvikudaginn 7. júlí 2021 19:00

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein þeirra fyrirspurna sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, lagði fram á Alþingi í gær vakti athygli en þar spurði hann forsætisráðuneytið hversu mörg kyn væru til að mati ráðuneytisins. Fyrirspurnin var ein af 16 sem hann lagði fram í gær.

DV náði tali af Sigmundi og spurði hann hvað hann teldi kynin vera mörg og hvernig hann skilgreindi sitt kyn.

„Þetta er ekki spurning um hvað ég tel að þau séu mörg heldur hvað er náttúruleg staðreynd. Það eru tvö kyn. Ég er karlkyns, ég þurfti svo sem ekki að skilgreina það sjálfur, það kom fram á fæðingarvottorði mínu,“ segir Sigmundur, en fyrir utan á karlkyn og kvenkyn getur fólk skráð sig sem kynsegin/annað inni á vef Þjóðskrár.

Hann segir að ástæðan fyrir því að hann hafi lagt þessa fyrirspurn fram sé sú að orðalag í frumvörpum frá stjórnvöldum hafi ruglandi áhrif á þá löggjöf sem hefur verið byggð hér upp árum og áratugum saman.

„Menn hafa gagnrýnt svona tilburði mikið víða erlendis og sérstaklega út frá jafnréttismálum. Femínistar og jafnréttissinnar hafa sett út á að þetta hefur ruglandi áhrif á þann árangur sem hefur náðst í jafnréttismálum. Það hefur raunveruleg áhrif hvernig hlutir eru orðaðir í lögum. Það getur haft ruglandi áhrif. Lög eiga ekki að vera ruglandi, þau eiga að vera skýrandi,“ segir Sigmundur og vill meina að þetta sé gert til að gert til að gera hlutina óljósari.

Þú meinar þá að þessi barátta sé að trufla fyrir öðrum mikilvægum baráttuefnum?

„Á þinginu hef ég heyrt talað um „aðila með leg“ en það var tilraun til að taka orðin móðir og kona úr ákveðnum lögum. Ég sakna þess að það skuli ekki hafa farið fram alvöru umræða um að þetta á Íslandi. Ég hef séð mikla umræðu um þetta erlendis þar sem femínistar hafa verið í framarlega í flokki. Hér er þessu laumað inn í frumvörp af ríkisstjórn án þess að það hafi verið rætt hvaða áhrif þetta hafi,“ segir Sigmundur.

Hann tók sérstaklega fram að hann hafi ekkert á móti því að fólk skipti um kyn þegar það upplifir sig sem konu eða karl, en ekki eitthvað annað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Benedikt og Þorgerður slíðra sverðin – „Öflugur liðsmaður“

Benedikt og Þorgerður slíðra sverðin – „Öflugur liðsmaður“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Furðar sig á því að Áslaug sé ekki búin að segja af sér – „Einstakir ráðherrar geta ekki staðið fyrir stjórnarandstöðu í eigin ríkisstjórn“

Furðar sig á því að Áslaug sé ekki búin að segja af sér – „Einstakir ráðherrar geta ekki staðið fyrir stjórnarandstöðu í eigin ríkisstjórn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þetta kemur Gísla Marteini sífellt á óvart – Vill að Íslendingar verði róttækari

Þetta kemur Gísla Marteini sífellt á óvart – Vill að Íslendingar verði róttækari
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór hjólar í ráðherra landsins fyrir að dreifa peningum – Ásmundur og Sigurður Ingi fá sérstaklega að heyra það

Bergþór hjólar í ráðherra landsins fyrir að dreifa peningum – Ásmundur og Sigurður Ingi fá sérstaklega að heyra það
Eyjan
Fyrir 1 viku

Óli Björn gerir grín að sósíalisma – „Kast­ró er ekki bú­inn að vera fimm mín­út­ur í hel­víti og við erum þegar byrjaðir að fá flótta­menn“

Óli Björn gerir grín að sósíalisma – „Kast­ró er ekki bú­inn að vera fimm mín­út­ur í hel­víti og við erum þegar byrjaðir að fá flótta­menn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helga Vala stillir Áslaugu upp á móti Svandísi Svavars – „Hversu lengi ætlar VG að þegja?“

Helga Vala stillir Áslaugu upp á móti Svandísi Svavars – „Hversu lengi ætlar VG að þegja?“