fbpx
Þriðjudagur 03.ágúst 2021
Eyjan

Telur að upphafið að endi ríkiseinokunar á áfengissölu sé hafið

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. júlí 2021 07:59

Merki Vínbúðar ÁTVR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, ÁTVR, hefur ekki tekist að stöðva netverslun sem býður upp lægra verð en Vínbúðirnar og afhendingu samdægurs. Líklegt má telja að fleiri fyrirtæki fylgi í kjölfarið eftir því sem tíminn líður. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, telur að þetta marki upphafið að endalokum núverandi fyrirkomulags á smásölu áfengis.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. „Ég hef fulla trú á því að þetta framtak opni augu manna fyrir því að það er komið að endalokum núverandi fyrirkomulags á smásölu áfengis þar sem ríkið hefur allt í hendi sér. Að sú stund sé runnin upp og ekki verði stigið til baka,“ er haft eftir Andrési.

Það var franska fyrirtækið Santewines SAS, sem er í eigu Arnars Sigurðssonar, sem opnaði netverslunina sante.is í byrjun maí. Viðskiptavinir geta keypt áfengi þar og fengið það afhent af lager hér á landi um leið og kaupin hafa átt sér stað. Með þessu gat fólk í fyrsta sinn keypt áfengi af innlendum vörulager án þess að ÁTVR hefði milligöngu þar um.

ÁTVR sagði um miðjan maí að fyrirtækið myndi krefjast þess að lögbann yrði sett á starfsemina og kærði hana einnig til lögreglu. Lögbann er bráðabirgðaaðgerð og er því að sjá sem ÁTVR hafi ekki haft árangur sem erfiði með að fá lögbannskröfu samþykkta og ekki er að sjá að lögreglan hafi talið lagalegan grundvöll til að grípa inn í málið.

Andrés sagðist eiga von á að stór smásölufyrirtæki fylgi nú í fótspor Sante. „Ég held að flestir hafi á tilfinningunni að ÁTVR sé óvisst um hvernig það eigi að bregðast við. Fyrstu viðbrögðin voru að fara í hart og krefjast lögbanns á starfsemi Sante. Það hefur ekki gengið eftir. Það hafa ekki verið neinar aðgerðir af hálfu sýslumanns eða lögreglunnar sem vitað er um. Eftir því sem tíminn líður þeim mun meira styrkjast menn í trú um að ekki verði til baka snúið,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

„Skynsamlega málamiðlun“ segir Björn Ingi hjá Viljanum – „Þrátt fyrir allt frekar mildar takmarkanir“

„Skynsamlega málamiðlun“ segir Björn Ingi hjá Viljanum – „Þrátt fyrir allt frekar mildar takmarkanir“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Samfélagsmiðlar loga vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar – Þjóðin tekur hertar aðgerðir í sátt

Samfélagsmiðlar loga vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar – Þjóðin tekur hertar aðgerðir í sátt
Eyjan
Fyrir 1 viku

RÚV býður auglýsendum að kaupa brandara á tæpar 30 þúsund krónur

RÚV býður auglýsendum að kaupa brandara á tæpar 30 þúsund krónur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Spáir að ríkisstjórnin muni springa vegna Þórólfs

Spáir að ríkisstjórnin muni springa vegna Þórólfs