fbpx
Þriðjudagur 03.ágúst 2021
Eyjan

Fjórðungur landsmanna ætlar sér að kjósa Sjálfstæðisflokkinn – Skelfileg útkoma Samfylkingarinnar

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 7. júlí 2021 11:30

Samsett mynd - Bjarni Benediktsson og Helga Vala Helgadóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri könnun MMR kemur fram að Sjálfstæðisflokkurinn er með 25,4% fylgi á landsvísu en könnunin fór fram dagana 24. júní til 6. júlí. Stuðningur við ríkisstjórnina eykst um rúmt prósentustig frá síðustu könnun og er nú 54,9%.

Fylgi Framsóknar hækkar um heil 3,5% og er nú 12,3%. Á meðan heldur slæmt gengi Samfylkingarinnar áfram og mælist aðeins með 10,6 prósent og er þá fimmti stærsti flokkurinn á eftir Sjálfstæðisflokknum sem er með 25,4% fylgi, Framsóknarflokknum, Pírötum sem eru með 12,2% fylgi og Vinstri grænum sem eru með 11,9% fylgi.

Viðreisn sækir í sig veðrið og mælist með 9,1% fylgi og fer upp um 1,3% frá síðustu könnun. Flokkur fólksins og Sósíalistaflokkur Íslands standa í stað og eru með 5,5% og 5,3%, líkt og í fyrri könnun.

Miðflokkurinn tapar 0,7% fylgi og mælist nú með 6,6%. Hér fyrir neðan má sjá niðurstöðurnar í heild sinni.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 25,4% og mældist 27,0% í síðustu könnun.
Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 12,3% og mældist 8,8% í síðustu könnun.
Fylgi Pírata mældist nú 12,2% og mældist 13,1% í síðustu könnun.
Fylgi Vinstri grænna mældist nú 11,9% og mældist 12,4% í síðustu könnun.
Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 10,6% og mældist 11,2% í síðustu könnun.
Fylgi Viðreisnar mældist nú 9,1% og mældist 7,8% í síðustu könnun.
Fylgi Miðflokksins mældist nú 6,6% og mældist 7,3% í síðustu könnun.
Fylgi Flokks fólksins mældist nú 5,5% og mældist 5,5% í síðustu könnun.
Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 5,3% og mældist 5,3% í síðustu könnun.
Stuðningur við aðra mældist 1,2% samanlagt.

Mynd/MMR

Taka skal fram að allar niðurstöður hafa einhver vikmörk sem miðað við 1000 svarendur geta verið allt að +/-3,1%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Reykjavík vantar samgöngumiðstöð

Björn Jón skrifar: Reykjavík vantar samgöngumiðstöð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Aðalheiður hvetur landsmenn til að elska ferðamenn

Aðalheiður hvetur landsmenn til að elska ferðamenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví kemur Þórólfi til varnar og skellir skuldinni á ríkisstjórnina

Björn Leví kemur Þórólfi til varnar og skellir skuldinni á ríkisstjórnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Meirihluti kjósenda VG hyggst kjósa annan flokk í haust

Meirihluti kjósenda VG hyggst kjósa annan flokk í haust
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir stjórnvöld lítið hugsa um verslunarfólk – „Það er ekki annað í stöðunni að við tökum málin í eigin hendur“

Ragnar Þór segir stjórnvöld lítið hugsa um verslunarfólk – „Það er ekki annað í stöðunni að við tökum málin í eigin hendur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur lýsir vanda fjórflokksins – Segir þá fasta í leit að „aðlaðandi hugmyndum, nýrri ímynd, galsa og glimmeri, töff fólki“

Sigmundur lýsir vanda fjórflokksins – Segir þá fasta í leit að „aðlaðandi hugmyndum, nýrri ímynd, galsa og glimmeri, töff fólki“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Örlagafundurinn á Egilsstöðum stendur yfir – Þjóðin bíður í ofvæni eftir niðurstöðunni

Örlagafundurinn á Egilsstöðum stendur yfir – Þjóðin bíður í ofvæni eftir niðurstöðunni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur telur að ákvörðun ríkisstjórnarinnar geti sett allt í uppnám – „Sú söguskýring VG er í uppnámi ef fjórða bylgja faraldursins nær sér á strik“

Össur telur að ákvörðun ríkisstjórnarinnar geti sett allt í uppnám – „Sú söguskýring VG er í uppnámi ef fjórða bylgja faraldursins nær sér á strik“