fbpx
Fimmtudagur 16.september 2021
Eyjan

Furðar sig á því að Áslaug sé ekki búin að segja af sér – „Einstakir ráðherrar geta ekki staðið fyrir stjórnarandstöðu í eigin ríkisstjórn“

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 26. júlí 2021 10:06

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Mynd Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er eiginlega grátbroslegt að fylgjast með forkólfum ferðaþjónustunnar lýsa áhyggjum sínum af því að það geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir Ísland að komast á rauðan lista yfir nýgengi COVID-smita. Þau hefðu betur átt að hlýða á varnaðarorð Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis sem einmitt benti á áhættuna sem fylgdi því að hætta að skima alla á landamærunum.“

Svona hefst pistill Björns Inga Hrafnssonar, ritstjóra Viljans. Þar ræðir hann nýjustu sóttvarnaraðgerðirnar í samanburði við heildarbaráttuna við faraldurinn.

Björn lætur meðal annars þá skoðun sína í ljós að honum finnst furðulegt að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hafi ekki sagt af sér sem dómsmálaráðherra, og lætur Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, heyra það fyrir að hlusta ekki á Þórólf.

Hann vitnar í hagfræðiprófessorinn Gylfa Zoëga sem hafði miklar áhyggjur af opnun landamæranna síðasta sumar, sem voru þó opnuð sem orsakaði nýja og erfiða bylgju. Björn segir að aftur hafi þetta gerst í vor, og hann segir að sú ákvörðun að samþykkja að undanskilja bólusetta ferðamenn frá skimun hafi verið meðvituð ákvörðun um að hleypa nýjum smitum til landsins.

„Aðeins örfáum dögum síðar erum við á beinni leið á rautt svæði; hertar takmarkanir teknar gildi innanlands og ný smitbylgja skollin á sem langan tíma gæti tekið að ná niður.“

Ráðherra í stjórnarandstöðu

Líkt og áður segir fjallar Björn Ingi um Áslaugu Örnu, en hann furðar sig á því að hún hafi lýst sig andsnúna ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Hann segir að áður fyrr hefði hún þurft að segja af sér í kjölfarið, þar sem að ráðherrar eigi ekki að vera í eigin stjórnarandstöðu.

„Dómsmálaráðherra brýtur blað með því að lýsa sig andsnúna ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að herða aðgerðir á landamærunum. Hér áður fyrr hefði afsögn fylgt slíkri yfirlýsingu, enda geta einstakir ráðherrar ekki staðið fyrir stjórnarandstöðu í eigin ríkisstjórn. Ef stjórnarandstaðan væri ekki jafn sundurlaus og ótrúverðug sem valkostur andspænis stjórnarmeirihlutanum og raun ber vitni, væri ríkisstjórnin nú í harðri varnarbaráttu og jafnvel talað um ráðherraábyrgð.“

Þá víkur hann sér að Jóhannesi Þór sem spurði í hvaða sirkús hann væri kominn á dögunum þegar stóð til að herða aðgerir og hvatti stjórnvöld til að „standa í lappirnar“ gagnvart sóttvarnalækni. Birni finnst síðan skrýtið þegar fólk undri sig á því að ísland sé að koma sér á rauðan lista. Sjálfum finnst honum ástæðan fyrir því vera skýr:

„Ísland er að verða rautt land og ný bylgja komin á fleygiferð af því að við gleymdum okkur í eigin velgengni og opnuðum fyrir landamærin sem allir vissu að leka meðan heimsfaraldur geisar. Þessu varaði sóttvarnalæknir við, en á hann var ekki hlustað. Því fór sem fór.“

Tvær mögulegar leiðir

Í lok pistilsins segir Björn að nú séu tveir möguleikar í stöðunni. Annars vegar eigi að skima alla sem koma til landsins og krefjast PCR-prófs, eða að hafa landamærin áfram opin. Hann segir að með fyrri leiðinni getum við lifað góðu lífi innanlands og án flestra samkomutakmarkana. En seinni leiðin leiði óhjákvæmilega til fleiri smita og misharðra sóttvarnaaðgerða.

Sjálfur er hann ekki í vafa um hvor leiðin sé betri, hann telur að það sé best fyrir heildina að skima alla sem hingað koma og nýta okkur sérstöðu okkar sem eyju.

„Það er aðkallandi að nú þegar verði upplýst hvað varð til þess að skimunum var hætt þann 1. júlí sl. Skaðinn sem af því hefur hlotist er þegar orðinn gríðarlegur. Við eigum að nýta okkur það að vera einangruð eyja og skima alla sem hingað koma. Þannig verjum við innlenda hagsmuni, líf og heilsu fólks og getum haft það betra en flestar aðrar þjóðir.

Ekkert okkar bað um þessa veiru. Við erum öll orðin hundleið á henni og því að mega ekki gera allt eftir okkar eigin höfði. En meðan hún geisar um heiminn ber okkur skylda til að hugsa um hagsmuni heildarinnar og lágmarka tjónið. Það segir sig sjálft.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Glúmur segir Arnþrúði hafa bannað sig en Arnþrúður segir það út í hött – „Hann ætti að skrifa Guðmundi Franklín bréf“

Glúmur segir Arnþrúði hafa bannað sig en Arnþrúður segir það út í hött – „Hann ætti að skrifa Guðmundi Franklín bréf“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Lögfræðingar spyrja hvort Covid einangraðir kunni að eiga kröfu á ríkið – Einkennalausir nýta veikindarétt í einangrun

Lögfræðingar spyrja hvort Covid einangraðir kunni að eiga kröfu á ríkið – Einkennalausir nýta veikindarétt í einangrun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Píratar sigla staurblankir inn í kosningabaráttuna – „Opna bókhaldið“ ekki uppfært síðan í fyrra

Orðið á götunni: Píratar sigla staurblankir inn í kosningabaráttuna – „Opna bókhaldið“ ekki uppfært síðan í fyrra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rekstur lífeyrissjóðanna kostar 25 milljarða á ári – „Of margir á spena þessa kerfis“

Rekstur lífeyrissjóðanna kostar 25 milljarða á ári – „Of margir á spena þessa kerfis“