fbpx
Fimmtudagur 16.september 2021
Eyjan

Brynjar hjólar í Gísla Martein og „góða fólkið“- „Greinileg merki um mikla andúð og óþol gagnvart andstæðum skoðunum“

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 26. júlí 2021 17:00

Gísli Marteinn og Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tjáði sig um „góða fólkið“ og fjölmiðlamanninn Gísla Martein Baldursson í færslu á Facebook í dag. Það gerir hann í kjölfar þess að Gísli Marteinn birti færslu á Twitter er varðaði RÚV, sem var á þennan veg:

Brynjar heldur því fram „góða fólkið“ sé í raun ekki frjálslynt, heldur ofstækisfullt. Það beri ekki virðingu fyrir réttarríkinu og sé mótfallið skoðunum sem séu ólíkar þeirra eigin.

 

„Gamli flokksbróðir minn, Gísli Marteinn, fór mikinn á Tvitter fyrir stuttu þegar hann kvartaði sáran yfir skilningsleysi íhaldsmanna á woke fólki sem hann segir frjálslynt fólk sem berjist fyrir mannréttindum og gegn BrexitWoke fólkið, eða góða fólkið eins og það er stundum nefnt, þarf að halda vöku sinni gegn þessu vonda íhaldi. Mátti helst skilja á Gísla Marteini að allir þeir sem ekki vilja vera í ESB væru forpokaðir íhaldsmenn og stæðu gegn mannréttindum og alþjóðasamstarfi.

Vandamálið er bara það að þetta woke lið er ekkert frjálslynt og örugglega ekkert betra en annað fólk. Óhjákvæmilegur fylgifiskur frjálslyndis er umburðarlyndi. Að umbera fólk með aðrar skoðanir í stað útilokunar. Í raun er mest áberandi woke fólkið uppfullt af pólitískri rétthugsun, sem er annað nafn yfir ofstæki. Því finnst að mannréttindi, ekki síst tjáningarfrelsið, snúist bara um þeirra skoðanir og athafnir. Sjálfhverfan er algjör. Því finnst allt leyfilegt í nafni eigin réttlætis, jafnvel víkja til hliðar reglum réttarríkisins.“

Þá ræðir Brynjar það sem hann telur vera mikilvægt til að ná stöðugleika í samfélagi. Hann nefnir dass af íhaldssemi, þjóðerniskennd og fleira. Og heldur því fram að þeir sem ekki sú fastir í „búbblu upp í Efstaleiti“ átti sig á því.

„Hæfileg íhaldssemi og hófleg þjóðerniskennd er lykillinn að stöðugleika, farsæld og framþróunar  hvers samfélags. Það dugir þó skammt ef frelsi einstaklingsins er ekki i hávegum haft sem og frelsi í viðskiptum. Því er alþjóðasamstarf mjög mikilvægt enda byggist velferð hvers samfélags á því hvað við getum selt öðrum. Þetta vitum við sem stundum eru uppnefndir sem íhaldsmenn og ekki fastir í búbblu upp í Efstaleiti.“

Brynjar víkur sér svo að RÚV. Hann segir að „góða fólkið“ og Gísli Marteinn saki íhaldið um að hata RÚV. Sjálfur segist Brynjar ekki hata stofnunina, heldur finnist honum hún vera úrelt, og að það sama megi segja um ÁTVR.

„Svo bætti Gísli Marteinn um betur með færslu á Tvitter í gær þar sem íhaldsmenn (stundum kallaðir hægri öfgamenn þegar mikið liggur við) væru ekki bara á móti ESB og alþjóðasamstarfi heldur hötuðu almannaútvarp og RÚV sérstaklega. RÚV verður ekki meira almannaútvarp en aðrar útvarpsstöðvar við það eitt að ríkissjóður eigi allt hlutaféð.

Það er einkennandi fyrir woke fólkið að líta svo á að þeir sem eru með aðrar skoðanir sé hatursfólk. Ég hata ekki RÚV þótt ég telji það úrelt í núverandi mynd og telji ekki forsvaranlegt að láta almenning greiða marga milljarða á ári svo vinir og vandamenn þar geti verið á einkaflippi og farið einungis að lögum þegar hentar. Ég hata heldur ekki ÁTVR þótt ég telji það úrelt kompaní og að smásöluverslun sé betur fyrir komið hjá einkaaðilum, eins og annar samkeppnisrekstur.“

Að lokum segist Brynjar ekki vera tilbúinn að helda því fram að Gísli sé uppfullur af hatri, heldur sé hann með óþol á skoðunum ólíkum sínum eigin. Auk þess segir hann „Góða fólkið“ annað hvort vera ofstækisfullt eða „stíflað af frekju“.

„Ég ætla ekki að halda því fram að Gísli Marteinn sé uppfullur af hatri en skrif hans bera greinileg merki um mikla andúð og óþol gagnvart andstæðum skoðunum. Slíkt fólk getur ekki skreytt sig með fjöðrum frjálslyndis. Ef það er ekki beinlínis ofstækisfullt þá er það að minnsta kosti stíflað af frekju.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Glúmur segir Arnþrúði hafa bannað sig en Arnþrúður segir það út í hött – „Hann ætti að skrifa Guðmundi Franklín bréf“

Glúmur segir Arnþrúði hafa bannað sig en Arnþrúður segir það út í hött – „Hann ætti að skrifa Guðmundi Franklín bréf“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Lögfræðingar spyrja hvort Covid einangraðir kunni að eiga kröfu á ríkið – Einkennalausir nýta veikindarétt í einangrun

Lögfræðingar spyrja hvort Covid einangraðir kunni að eiga kröfu á ríkið – Einkennalausir nýta veikindarétt í einangrun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Píratar sigla staurblankir inn í kosningabaráttuna – „Opna bókhaldið“ ekki uppfært síðan í fyrra

Orðið á götunni: Píratar sigla staurblankir inn í kosningabaráttuna – „Opna bókhaldið“ ekki uppfært síðan í fyrra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rekstur lífeyrissjóðanna kostar 25 milljarða á ári – „Of margir á spena þessa kerfis“

Rekstur lífeyrissjóðanna kostar 25 milljarða á ári – „Of margir á spena þessa kerfis“